Greinasafni: Veitingar
Krúska: Tekur þátt í að efla lífsandann og heilsuna

Náttúrulækningafélag Íslands opnaði haustið 2008 ásamt Helgu Mogensen , veitingastaðinn og verslunina Krúsku á Suðurlandsbraut 12.

NLFÍ var brautryðjandi í verslun og innflutningi á hollustuvörum sem hófst snemma á síðustu öld og opnaði m.a. matstofu að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík árið 1944. Opnun veitingastaðarins Krúsku er mikilvægur þáttur í framþróun félagsins.

Helga Mogensen hefur verið leiðandi í að efla lífsanda og heilsu íslendinga frá árinu 1978 og finnst það heillandi starf að vera tengd  mat og matarhönnun..

Krúska býður upp á ljúffenga heita rétti dagsins ásamt matarmiklum súpum með nýbökuðu brauði. Kæliborðið er fyllt af  góðum salötum og réttum til að taka með heim og lífrænt vottaðar afurðir eru seldar í versluninni. Gott hráefni er notað í grunninn í matargerðinni og ekki er notað hvítt hveiti, hvítur sykur eða önnur aukaefni í matargerðina.

,,Nafnið Krúska þýðir blandað korn. Krúskan er notuð af flestum sem morgunmatur og hana er hægt að fá tilbúna í versluninni. Súpurnar okkar eru mjög vinsælar og daglega seljum við súpu í miklu magni ásamt salati og fleiru góðgæti. Eftirspurn eftir matnum okkar og vörum hefur verið aukast jafnt og þétt allt þetta ár. Við erum að þjóna fyrirtækjum hérna í nágrenninu við okkur og víðar en mikið er um það að starfsfólk geri sér góðan dag og panti mat hjá okkur. Einnig eru atvinnurekendur farnir að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólkið fái góða næringu og hafi gott aðgengi að því. 

Krúska í samstarfi við Heilsuhælið í Hveragerði tekur þátt í að efla fjölbreytni í lífrænni ræktun á Íslandi í samvinnu við bændur og er leiðandi fyrirtæki í þróun og framreiðslu á hollum og góðum mat. Ég tek ofan fyrir þeim bændum sem hafa verið í ræktun grænmetis öll þessi ár en hafa ekki alltaf hlotið skilning opinberra aðila. Það vantar fleiri bændur í ræktun grænmetis en ég tel það vera mikið hagsmuna- og réttlætismál að þeir fái orku á sama verði og stóriðjan. Það er hægt að auka ræktun verulega á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur og við eigum mikla sóknarmöguleika nú á þessum erfiðu tímum hjá þjóðinni.

Um leið eflum við lífsandannog heilsuna. Lífsstíll Íslendinga hefur breyst mikið á undanförnum árum, vaxandi skilningur er á hollustu lífræns ræktaðrar vöru og þá verðum við að vera í stakk búin til að þjóna stöðugt stækkandi markaði,” segir Helga Mogensen.

Hér fylgir ein ljúffeng uppskrift með sem nefnist salsa með íslensku byggi en í henni er m.a. lífrænt ræktað bygg.

• 3 dl bankabygg

• 300 gr tómatar skornir í litla bita

• 300 gr agúrka skorin i litla bita

• 1 stk rauðlaukur smátt saxaður

• 2 hvítlauksgeirar saxaðir

• 1 búnt ítölsk steinselja söxuð

• handfylli af kóríander saxaður

• 3 cm ferskur engifer afar smátt saxaður

• ólífuolía

• salt og pipar eftir smekk

• appelsínusafi og safi úr tveimur lime og 2 tsk turmerik og smá salt og pipar.Hristið sósuna saman, skolið byggið vel og látið síðan suðuna koma upp, slökkvið undir, setjið lok á og látið standa í 20 mín. Þá á byggið að vera tilbúið. Kælið niður og blandið öllu út í byggið. Hrærið varlega og skreytið en þessi salsa er best að gera einum degi áður en hún er borin fram því þá ná kryddin ná að brotna betur.

 

Krúska - Suðurlandsbraut 12 - 108 Reykjavík - 
Sími: 557-5880 -
kruska@kruska.is
www.kruska.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga