Viðtal við Dr.Eyþór Ívar Jónsson : Týndur áratugur frumkvöðulsins á Íslandi gerður upp

Í kjölfar efnahagsþrenginga á  Íslandi hefur orðið nýsköpun sprottið upp í síauknu mæli víða í samfélaginu. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á þátt nýsköpunar í þeirri miklu efnhagsuppbyggingu  sem Íslendingar standa frammi fyrir. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun sögð lykilatriði. Í beinu framhaldi af því voru í lok desember samþykkt á Alþingi lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Markmið laganna er að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldari skattalegum skilyrðum, sem talið er að geti leitt til þess að störfum í rannsóknum og þróun innan íslenskra fyrirtækja fjölgi umtalsvert.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, sem rekur meðal annars Viðskiptasmiðjuna, fagnar þessum nýju lögum   en segirþó að enn sé mörgu ábótavant í íslensku nýsköpunarumhverfi  og umræðan sé oft og tíðum ávilligötum. Hann segir að á góðæristímanum hafi stuðningur við nýsköpun iðulega verið í orði en ekki á borði og talar um hinn týnda áratug frumkvöðulsins á Íslandi. 

Nýsköpun hjá hinu opinbera ekki síður mikilvæg
Þó ljóst sé að nýsköpun sé öllum þjóðfélögum mikilvæg segir Eyþór að það sé hættulegt að vera of bjartsýnn um að   nýsköpun sélausn sem geti fyllt það skarð sem efnahagshrunið hefur skilið eftir sig í þjóðarbúinu. „Engu að síður er Ísland svo lítið hagkerfi að við þurfum ekki mörg góð fyrirtæki til þess að hér verði blómlegt efnahags- og atvinnulíf. Við sáum hvað Nokia eitt og sér gerði fyrir Finna. Það væri aftur á móti hollara fyrir þjóðfélagið ef það væru nokkur frekar en eitt fyrirtæki og ég er á þeirri skoðun að það væri miklu betra að hafa fjölskrúðugan garð áhugaverðra fyrirtækja frekar en nokkur stór. Hitt er í sjálfu sér hagstæðara en áhættan er meiri þegar molnar undan því fyrirtæki en ekkert fyrirtæki lifir eins lengi og þjóðfélag. Ég hef trú á því að mörg þeirra fyrirtækja sem eru að verða til um þessar mundir eigi eftir að vaxa og dafna og skapa mikil verðmæti fyrir Ísland. Hver hefði til dæmis trúað því að Íslendingar ættu eftir að ná slíkum árangri í stoðtækjagerð eða tölvuleikjaframleiðslu? Það hefði enginn stjórnmálamaður getað stýrt peningum í þann farveg. En skarðið sem bankarnir skilja eftir sig er náttúrulega gríðarlega stórt enda var peningaprentunin komin úr öllum böndum og við verðum fyrst að finna einhver eðlileg viðmið og vaxtavæntingar fyrir fyrirtæki og hagkerfið. Það er ólíklegt að sprotafyrirtæki eða aðrar lausnir geti verið grundvöllur fyrir hátt í 30% ávöxtunarkröfu eins og bankarnir sýndu. En minni og eðlilegri ávöxtun er líklegri til þess að vera grundvöllur jafnari hagvaxtar til lengri tíma. En það þarf ekki síður að verða nýsköpun í hinum opinbera búskap til þess að leiða þjóðina á betri braut á ný. Það er afar varhugavert að viðhalda þeirri sjálftökuvél sem ríkið er orðið og hefur blásið upp eins og blaðra á síðustu árum.

Fyrirtækjum framtíðarinnar komið á vaxtarbraut
Nú er jafnvel enn meiri þörf fyrir nýsköpun í þessari niðursveiflu sem við erum nú í, einfaldlega vegna þess að það sem virkaði í uppsveiflu virkar oft ekki í niðursveiflu. Næstum því hver sem er getur orðið ríkur í uppsveiflu ef hann tekur áhættuna en þegar harðnar á dalnum þá reynir á reynslu og þekkingu og áræðni til að gera nýja hluti. Það þarf oft nýjar og frumlegar leiðir til þess að láta hlutina ganga. Hitt er líka að það er skynsamlegt að nýta hugvit og þrek fólks til þess að skapa eitthvað nýtt fyrir framtíðina þegar fólk er án atvinnu, í stað þess að láta það mæla göturnar eða malbika þær. Við þurfum klárlega ný fyrirtæki, og að koma þeim fyrirtækjum  sem eru búin að sannasig á vaxtarbraut. Þetta eru CCP, Marel og Össur framtíðarinnar,“ segir Eyþór.

Yfirborðskennd umræða
Eyþór segir að erfitt sé að fullyrða að aukin áhersla á nýsköpun eigi eftir að efla til muna atvinnulífið á Íslandi, en það séu vissulega dæmi þess að áhersla á  nýsköpun hafi valdið stökkbreytingum í kjölfar erfiðra tíma. „Japan var lengi vel uppáhaldsdæmi fræðimanna um hvernig áhersla á nýsköpun í víðri merkingu gat flýtt fyrir framförum í þjóðfélagi, en Japan hefur hins vegar staðið í stað frá því á níunda áratuginum. Singapore er annað áhugavert dæmi úr austrinu en við bendum hins vegar oftast á Finnland í þessu samhengi. Vandamálið við finnsku söguna er að hún er í raun of mikið háð árangri eins fyrirtækis sem er Nokia. Mér hefur fundist þessi umræða heldur yfirborðskennd hér á landi. Aðalatriðið er að þegar horft er til lengri tíma þá eigum við í sjálfu sér ekki annan kost en að fara að nýta hugvitið, hugsa hlutina upp á nýtt, byggja á þróun og rannsóknum og endurskapaog nýta það sem við höfum. Við erum komin að endimörkum þess sem við getum virkjað af fossum, það vita allir sem vilja vita, og við önglum ekki miklu fleiri fiska úr sjónum svo að það skipti  einhverjum sköpum. Margir binda nú vonir við olíu og vatn en það er hins vegar hættulegt að falla í slíka auðlindagildru   enn og aftur, eins og við höfum svo oft gert. Þetta bjargast ekki nema viðbjörgum þessu sjálf,“ segir Eyþór.

Auðlindahagfræðin ekki nægileg
Að sögn Eyþórs var Ísland komið á athyglisverðan stað hvað varðar þróunarferli þjóðar í byrjun þessarar aldar. „Við vorum að miklu leyti búin að ná öðrum þjóðum hvað varðar efnahagslega farsæld, umgjörð og framþróun. Það var komið að þeim tímapunkti að við gátum ekki haldið sömu hagsæld til lengri tíma einungis með því að gera það sama og við höfðum áður gert. Auðlindahagfræðin var ekki nægileg til lengri tíma. Við vorum komin á þann punkt að við gátum ekki lengur einungis nýtt auðlindir og hermt eftir öðrum, við vorum orðin ein af þessum þjóðum sem varð að vera leiðandi  og til þess að það væri mögulegt var mikilvægt að breytast úr  klassísku hráefna- og framleiðsluhagkerfií hagkerfi sem að byggir meira á nýsköpun. Nú er reyndar hættulegt að benda á þetta vegna þess að það eru ákveðnar rómantískar hugmyndir í þjóðfélaginu um að við eigum bara að lifa gömlu góðu tímana þegar við vorum „hráefna- og framleiðsluþjóðfélag“. 

Í sjálfu sér getum við það en við lendum fyrr eða seinna í því að lífskjör hér á landi verða smám saman verri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum þó að lífskjarakapphlaup ætti í sjálfu sér ekki að vera neitt keppikefli. Það sem við gerðum hins vegar í staðinn fyrir að leggja áherslu á nýsköpun var að við féllum í hina klassísku  gildru „ódýrra“ peninga. Það var engin þörf fyrir nýsköpun ef við gætum búið til peninga – hreinlega prentað peninga. Menn voru jafnvel farnir að kalla það nýsköpun að henda miklum peningum í eitthvað fyrirtæki og gefa því þannig andlitslyftingu. Reyndar komu góðar hugmyndir fram á þessum tíma en framkvæmdin  var í höndum viðvaninga,“ segir Eyþór.

Ekki vísindi vísindanna vegna
Eyþór segir að vitaskuld myndi það hjálpa gríðarlega í uppbyggingunni ef nýsköpun væri leiðarljósið en þá verði þjóðin fyrst að skilja hvað nýsköpun er. „Stuðningur við nýsköpun hér á landi virðist oft fólgin í því að ríkið færir peninga úr vinstri vasa yfir í þann hægri sem er að mínu viti ekki rétti farvegurinn. Ég er talsmaður þeirra hugmynda, en ég veit að margir eru mér ósammála, að leiðin fram á við er ekki sú að við einbeitum  okkur að vísindunum vísindannavegna. Þegar leiðin áfram er „praktísk“ nýsköpun þegar hægt er að skapa verðmæti á skömmum tíma. Ég held að nýsköpun verði heldur aldrei stofnanagerð eins og margir virðast halda að mögulegt sé. Það virðist stundum vera eins og draumaland sumra sé fólgið í einhverjum gömlum miðstjórnarpælingum. 

Við erum búin að fara í gegnum þá vitleysu með þeirri hugmyndafræði sem beitt var í refaræktinni og fiskeldinu á níunda áratuginum. Ég held að það sé heldur ekki hægt að búa til einhverja nýsköpunarvél sem breyti öllu. Ég held að við Íslendingar þurfum að læra að taka okkur tíma til þess að hugsa og leika okkur með hugmyndir og hvernig á að skapa verðmæti úr slíkum hugmyndum. 

Einfaldara stuðningskerfi
Við hjá Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins höfum í meginatriðum lagt áherslu á tvennt, annars vegar að vera miðstöð þekkingarsköpunar – og miðlunar fyrir sprotafyrirtæki og hins vegar að vera miðpunktur tengslanetsins. Við komum á fót  Viðskiptasmiðjunni – Hraðbrau nýrra fyrirtækja til þess að hjálpa nýjum fyrirtækjum að verða til og til að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast á vaxtarbrautina. Ég held að það sé ótrúlega lítill skilningur hér á landi á því hvað þarf til að búa til fyrirtæki og gera því kleift að vaxa. Ansi margir eru fastir í að það sé hægt að stofnanavæða þetta ferli sem mér finnst ansi langsótt. Ég held a ð það hafi verið góður vilji til þess að gera hluti hér á Íslandi en vandamálið er aðvið Íslendingar erum litlir kóngar í öllu sem við gerum og þess vegna er orðið til eitthvað opinbert stuðningsumhverfi hér á landi sem enginn veit haus né hala á og í staðinn fyrir að styðja einkaframtak er þetta orðið stofnanastuðningskerfi. Við þurfum ekki meira stuðningsumhverfi, við þurfum einfaldara stuðningsumhverfi.  Ég held líka að umskipti þurfi að verða í einkageiranum og það er gaman að sjá að Viðskiptaráð er í auknum mæli að leggja áherslu á þetta. Það þarf líka að búa til öflugra samstarf fyrirtækja – og þá er ekki verið að tala um ólöglegt samráð– vegna þess að smæð markaðarins og lega landsins gerir það að verkum að stórir þröskuldar verða snemma á vegi nýrra fyrirtækja. Ég held líka að það hafi verið lítill skilnginum hjá áhættufjárfestingarsjóðum, bönkum og ekki síst lífeyrissjóðum á því að það verður að styðja sáningarog

ræktunarstarfið betur til þess að sprotar sem þeir hafa áhuga á verði til. Það þarf að skapa fjárfestingartækifærin. Háskólarnir þurfa einnig að fara vinna betur saman og vinna betur með atvinnulífinu  og ekki síst sprotafyrirtækjumþar sem það er augljós hagur beggja á samstarfi. Það er líka mikilvægt að við náum miklu betra samstarfi við erlenda aðila, hvort sem eru fjárfestingarstjóðir, fyrirtæki eða stuðningsumhverfi erlendra aðila. Sprotaþing Íslands hefur til dæmis lagt mikla áherslu á að opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki erlendis.

Týndur áratugur frumkvöðulsins á Íslandi
Góðæristímabilið fyrir hrunið var nýtt afar illa að sögn Eyþórs og hefði verið betur nýtt í fjárfestingar í rannsóknum, þróun og stuðning við ný fyrirtæki. „Það voru ansi margir sem spiluðu þetta tímabil illa. Hið opinbera hafði takmarkaðan áhuga á að styðja nýsköpun á þessu tímabili og nýsköpunar- eða sprotafyrirtæki voru bara eitthvað fyrirbæri sem var gaman að spjalla um. Bankarnir höfðu afar takmarkaðan áhuga á sjálfbærni eða innri vexti, það var miklu meira gaman að gera góða samninga og kaupa fyrirtæki. Við fórum afar illa með þetta tímabil sem við hefðum átt að vera að fjárfesta í rannsóknum og þróun og styðja við ný fyrirtæki. Upphæðirnar sem lagðar hafa verið í nýsköpun eru smánarlegar fyrir jafnríkt þjóðfélag og við vorum og þjóðfélag sem þurfti eins mikið á nýsköpun að halda og við. Það er sennilega hægt að tala um síðustu tíu ár sem týndan áratug frumkvöðulsins á Íslandi. Þrátt fyrir að mikið hafi verið talað um nýsköpun að undanförnu eru þær upphæðir sem eru lagðar í nýsköpun eftir sem áður mjög litlar í samanburði við það sem þær þyrftu að vera. Það er þó kannski ekki hægt að ætlast til að það verði aukið mikið um þessar mundir þegar hið opinbera  og fyrirtæki eru að skera niður til þess að halda velli. Ég held að það  sé mikilvægt að skoða hvernigþessir peningar sem við höfum eru nýttir. Mér hefur stundum þótt afar skrýtið hvernig menn halda að opinberar stofnanir geta  verið miðpunktur nýsköpunar á Íslandi. Í því felst einfaldlega þversögn. Það er hins vegar mjög jákvætt að ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafa verið samþykkt.

Stórt skref í rétta átt
Ég hefði reyndar viljað sjá þessi lög öðruvísi þannig að þau þjónuðu minni fyrirtækjum betur, en þetta er stórt skref í rétta  átt. Þetta þýðir vonandi að meiri áhersla verði lögð á rannsóknir og þróun í fyrirtækjum annars vegar og hins vegar að meira fjármagn fáist í rekstur nýrra fyrirtækja, en ég hef á tilfinningunni að við verðum að spila mjög vel úr næstu árum hvað varðar nýsköpunarfyrirtæki. Rekstur nýrra fyrirtækja er mikill áhætturekstur og þess vegna er mikilvægt að fjárfestingar einstaklinga verði úr sjóðium sem fjárfesta í mörgum fyrirtækjum frekan en að einstaklingar séu að fjárfesta í einstökum fyrirtækjum. En það eru líkur á því að þetta leiði til þess að fleiri fyrirtæki verði til og þau sem eru áhugaverð   verði öflugri ef þau draga að sér fjármagn. Í því samhengi má nefna  að stærsti munurinn, þó ýmislegtmegi telja til, á Kísildalnum í Bandaríkjunum og öðrum svæðum  í heiminum er magn áhættufjármagnsog þær upphæðir sem fjárfest er fyrir í einstökum fyrirtækjum. Það er nærri lagi að það  sé 200 falt meira áhættufjármagní Kísildalnum „á haus“ en víðast hvar í Evrópu,“ segir Eyþór.

Viðskiptaenglar af skornum skammti á Íslandi
Viðskiptaengla þekkja sjálfsagt fáir, en hér er ekki átt við einhverskonar kaþólska vætti sem slá verndarvæng yfir  viðskiptamenn, heldur ákveðna tegund fjárfesta sem Eyþór segist vera mikill áhugamaður um. „Viðskiptaenglar er í sjálfu sér ekki gott orð, en það er notað til að lýsa einstaklingum  sem eru sérfræðingarí að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Það eru afar fáir slíkir hér á landi og þess vegna stofnuðum við hjá Klak umgjörð sem við köllum Iceland Angels sem er grunnurinn að samtökum viðskiptaengla hér á landi. Aðalávinningurinn af slíku englasamfélagi er að þeir læra að verða betri fjárfestar í sprotafyrirtækjum, vinna saman, sem eykur verulega líkur á árangri þeirra. Þeir hafa aðgengi að góðum sprotafyrirtækjum sem sérfræðingar eru búnir að aðstoða í ferlinu og er grunnurinn  að samfélaginu. Ég sé að Viðskiptasmiðjan og Iceland Angels, sem og önnur fjárfestingarfélög, geta unnið mjög vel saman í krafti þessara nýju laga,“ segir Eyþór.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er með doktorspróf í viðskiptafræði frá Henley Management College í Bretlandi og MSc. og Cand.Oecon gráður frá Háskóla Íslands. Hann er forstöðumaður í frumkvöðlafræðslu í MBA- og stjórnendanámi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga