Notendavænt bókhaldskerfi lagað að íslenskum aðstæðum

Í ljósi nýrra efnahagsaðstæðna hefur sjaldan verið mikilvægara að hafa góða innsýn í reksturinn. Góðar og aðgengilegar upplýsingar geta haft úrslitaáhrif á hvernig fyrirtækjum tekst að nýta þau tækifæri sem eru til staðar og vita hvenær þörf er að grípa til ráðstafana og hagræða í rekstrinum. Á síðasta ári hóf Interland sölu á  bókhaldskerfum frá Sage Pastel sem uppfylla þessar kröfur og eru á samkeppnishæfu verði. Um er að ræða kerfi frá einum stærsta framleiðanda í  heimi að viðskiptahugbúnaðifyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en Gunnar Óskarsson hjá Interland hefur haft veg og vanda að því að aðlaga þau  að íslenskum aðstæðum.

Hugbúnaður í stöðugri þróun
Sage Pastel er öflugt og sérhæft  fyrirtæki í viðskiptahugbúnaðifyrir lítil og meðalstór  fyrirtæki. Fyrirtækið er hluti af Sage samstæðunni (Sage Group Ltd.), sem er leiðandi fyrirtæki í hugbúnaði með 6,1 milljónir notendur um heim allan. Fyrirtækið býður lausnir sem gera allt frá nýstofnuðum fyrirtækjum til stærri fyrirtækja kleift að ná betri tökum á rekstrinum. Gunnar segir með alþjóðlegum hugbúnaði sé stuðlað að stöðugri þróun og lausnum sem byggja á nýjustu þekkingu á hverjum tíma. „Aðgangur að alþjóðlegum hugbúnaði leiðir til þess að þróunar- og uppfærslukostnaður dreifist á mikinn fjölda notenda. Þetta skapar  ækifæri til að bjóða uppá lausnir sem eru aðlagaðar íslenskum aðstæðum, á samkeppnishæfu verði,“ segir Gunnar.

Hagstæð verð
Interland er aðal samstarfsaðili Ávinnings, varðandi sölu  og tæknilega þjónustu og segirGunnar að hagsmunir Interlands  og Ávinnings fari einstaklega velsaman þar sem bæði fyrirtækin leggi áherslu á notendavænar  lausnir á hagstæðu verði. Á síðustu árum hefur Ávinningur unnið að aðlögun kerfanna frá Sage Pastel að íslenskum aðstæðum.  Með samstarfi við Interland gefst okkur kostur að efla sölu- og markaðsstarf og einbeita okkur að áframhaldandi þróun kerfanna, stuðningsefnis og þjónustu.“ „Sage Pastel hentar aðilum sem hafa áhuga á notendavænu viðmóti og fjölhæfri virkni. Rík áhersla er lögð á viðmót fyrir stjórnendur og fjölbreytta greiningarmöguleika. Kerfin eru í nokkrum útgáfum og henta annars vegar litlum fyrirtækjum og uppí meðalstór fyrirtæki með allt að 1.000 samtíma notendur. Boðið er uppá lausnir fyrir fyrirtæki sem eru að hefja rekstur og þá sem eru í fjölbreyttum viðskiptum, svo sem fyrirtæki í erlendum viðskiptum, með mörg vöruhús o.fl. Einn af helstu kostunum er að þeir sem taka kerfin  í notkun geta ávallt stækkað yfirí stærri og fjölhæfari lausn og unnið áfram með sama gagnagrunninn,“ segir Gunnar.

Notendavænt viðmót
Gunnar segir eina helsta sérstöðu  kerfanna vera einstaklega notendavænt viðmót sem henti byrjendum jafnt sem lengrakomnum. „Einn af helstu kostum kerfanna er hins vegar sá, að þeir sem hafa enga þekkingu í bókhaldi eiga auðvelt með að vinna í þeim. Kerfin eru byggð upp með þeim hætti að notendur þurfa ekki að hafa þekkingu á bókhaldi, svo sem debet og kredit til að færa bókhald og ganga frá virðisaukaskattskýrslu. Í þessu sambandi er þó rétt að geta þess að mikilvægt er að bókhaldið sé unnið á faglegan hátt og í samræmi við góða bókhaldsvenju. Við erum einungis að leggja áherslu á að einfalt viðmót og ákveðin sjálfvirkni skapar möguleika fyrir þá notendur  sem hafa tíma að vinna þá þætti bókhaldsins sem þeir treysta sér til og sem stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og stjórnun,“ segir Gunnar.

 

Fyrir utan myndrænt og einstaklega notendavænt viðmót segir Gunnar einn helsta eig- inleika kerfanna vera gott aðgengi  að upplýsingum. „Gott aðgengi að upplýsingum um reksturinn  er einn af helstu kostum kerfisins. Í þessu samhengi má m.a. nefna að boðið er uppá greiningarkjarna sem skilar yfirliti (mælaborð stjórnandans) um reksturinn á myndrænan hátt og skýrslum beint í Excel. Þessi kostur gefur stjórnendum gott yfirlit yfir reksturinn hvar og hvenær sem er. Sambærilegir  eiginleikar standa venjulega ekkitil boða nema í mun viðameiri og dýrari kerfum. Annar eiginleiki er möguleikinn á að „bora“ ofan í skýrslur á skjánum og kalla fram allar færslur á bak við fjárhæðir í yfirlitinu,“ segir Gunnar.

Lagað að íslenskum aðstæðum
Gunnar segir að mikil vinna hafi verið lögð í að laga kerfið að íslenskum aðstæðum. „Á þessum tíma höfum við ekki sóst eftir miklum fjölda notenda, heldur aðallega lagt áherslu á smærri  rekstraraðila. Við erum þó með nokkur meðalstór fyrirtæki sem nýta kerfið á fjölhæfan hátt með góðum árangri, svo sem Ávaxtabílinn sem er með margbrotinn rekstur og gerir kröfur um sérhæfða  eiginleika.Góður stuðningur við notendur er grundvallaratriði í því að notendur njóti ávinnings af kerfunum. Þar erum við ekki einungis að tala um tæknilega  þjónustu, heldur ekki síðurleiðbeiningar um notkun, skipulagningu vinnuferla sem stuðla  að markvissri notkun og nýtingukerfanna. Við bjóðum fyrirtækjanámskeið sem eru skipulögð út frá þekkingu notenda, þjónustusamninga  sem innifela leiðbeiningarí tölvupósti, símaþjónustu og fleiru. Þá bjóðum við uppá ítarlegar notendahandbækur á íslensku,“ segir Gunnar.

 Mikil reynsla að baki
Gunnar er rekstrarhagfræðingur (MBA) og hefur töluverða  reynslu af þróun og innleiðinguupplýsingakerfa. Hann vinnur nú jafnframt að doktorsritgerð og rannsókn um nýtingu upplýsingatækni.  „Ég hef unnið viðbókhald og m.a. séð um bókhald og uppgjör fyrir nokkur fyrirtæki. Síðast en ekki síst, hef ég öðlast reynslu af því að aðlaga og þróa kerfin frá Sage Pastel, hönnun á greiðsluseðlakerfi og fleiru. Á grundvelli þessarar reynslu er ég fljótur að átta mig á þörfum notenda, en það stuðlar að því að notendur fá lausn sem hentar þeirra rekstri, markvissri notkun og fljótlegri innleiðingu,“ segir Gunnar.

Sjá nánar um bókhaldskerfin: www.interland.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga