V6 sprotahús: Úrræði og ráðgjöf fyrir frumkvöðla

Vilji maður koma hugmynd í framkvæmd er að mörgu að huga. Að stofna nýtt fyrirtæki og standa í frumkvöðlastarfsemi er enginn hægðarleikur heldur flókið ferli þar sem þarf að gæta að mörgum þáttum. Þetta veit Birgir Grímsson framkvæmdastjóri hjá V6 sprotahúsi fullvel en markmið  sprotahússins er að hjálpafrumkvöðlum við allar hliðar þess að koma hugmynd til framkvæmdar og út til fólksins. 

Af hverju sprotahús?

„Við hófum starfsemina fyrir rétt tæpu ári þegar hugir manna fóru að opnast fyrir ýmiss konar nýsköpun og vöntun var á úrræðum svo allar þessar hugmyndir fengju  að líta dagsins ljós,“ segir Birgir. Frumkvöðlastarfsemi er ekki ný afnálinni á hans bæ, en upp úr árinu 2003 fór hann að koma hugmyndum sínum í framkvæmd út frá MA námi í iðnhönnun. „Þá rak ég  mig á að upplýsingar, ráðgjöf og úrræði  væru ekkert sérstaklega aðgengileg ef maður vildi koma hugmyndum í framkvæmd og þyrfti til dæmis að gera viðskiptaáætlun.“ Þessi braut leiddi Birgi síðan í mastersnám í frumkvöðlafræðum í Malmö í Svíþjóð. „Þegar ég kom svo aftur heim menntaður sem  iðnhönnuður og í frumkvöðlafræðum voru margir sem hváðu við, en það gjörbreyttist núna eftir hrunið þegar fólk fór að átta sig á því að það væru fleiri möguleikar en að einblína á bankana. Við í ráðuneytinu vorum að leita okkur að húsnæði og fundum eitt í Mosfellsbæ og áttuðum okkur á að þar væri kjörið að opna frumkvöðlasetur og úr varð V6 sprotahús í samstarfi við Tölvukerfi ehf.“ Segir Birgir. V6 sprotahúsið var þó einnig rökrétt framhald af því starfi sem Birgir hafði staðið í á frumkvöðull. com þar sem hann hafði verið að skrifa um frumkvöðlastarfsemi, og  boðið upp á ráðgjöf og námskeið fyrir frumkvöðla. Sprotahúsið gekk aðeins skrefinu lengra í að aðstoða frumkvöðla. 

Mikilvægi vel þróaðrar hugmyndar
Með þessa reynslu sína áttaði Birgir sig á því að það væri mjög mikilvægt að hafa vel þróaða hugmynd og gera sér vel grein fyrir hvað þyrfti til þess að koma henni til framkvæmdar, hvort sem um væri að ræða framleiðsluferlið, viðskiptahliðina eða notagildi hugmyndarinnar. Viðskiptaáætlunin sjálf þyrfti ekki að vera stærsti þátturinn ef hún byggðist á vel þróaðri hugmynd, hún yrði raunar mun skýrari og einfaldari því þróaðri sem hugmyndin væri. Vel þróuð hugmynd hefði líka í för með sér minni áhættuþátt auk þess sem skýrara væri hverjir styrkleikar og veikleikar hugmyndar væru. „Það er samt sem áður mjög mikilvægt að gera viðskiptaáætlunina rétt og að tengja hana réttu viðskiptaumhverfi sem henni er ætlað að starfa innan,“ segir Birgir. 

Möguleikar sprotahússins
„V6 er ákveðinn pakki þar sem frumkvöðull getur fengið allar þær upplýsingar, ráðgjöf og úrræði sem hann þarf. Þannig á viðkomandi frumkvöðull að eiga mun auðveldara með að fara í gang og geta selt þjónustuna sem hann er með.“ Birgir bendir einnig á að ýmis atriði geti vafist fyrir fólki við upphaf fyrirtækjarekstrar. Til dæmis ef framleiða þarf ákveðinn hlut, hvert á þá að leita? Hvaða markaði er best að fara út á með hugmyndina eða vöruna? Þess lags ráðgjöf getur frumkvöðull fengið hjá V6. „Sparnaðurinn er umtalsverður fyrir þann sem er að fara í gang. Bara bókhaldshugbúnaðurinn kostar hundruði þúsunda króna,“ segir Birgir. V6 er auk þessum að semja við aðila sem koma til með að sjá um ársreikningana fyrir þá sem leigja hjá þeim um þessar mundir.

„Fólk sem kemur til okkar er að læra af okkar eigin frumkvöðlareynslu,  við höfum þurft að rekastá alla þessa veggi sjálf, vitum  kannski ágætlega sjálf hvað það erað vera frumkvöðull,“ segir Birgir. 

Frumkvöðlasetrin vinni saman og styrki hvert annað
Birgir leggur áherslu á að hin ólíku frumkvöðlasetur eins og V6, Hugmyndahús háskólanna, Innovit og fleiri geri ekkert nema að styrkja hvert annað og að mikilvægt sé að fólk vinni saman. „Það er augljóst að nóg er af sprotum að minnsta kosti.“ „Öll þessi frumkvöðlasetur hafa náttúrulega sinn styrk  og okkar styrkur er kannskiað hvaða Jón og Gunna sem er, og eru kannski að þróa einhverja hugmynd í bílskúrnum, geta komið til okkar. Sprotafyrirtæki þurfa ekkert að vera svo hátæknileg, þau geta bara verið þjónustufyrirtæki. Sem dæmi má nefna McDonalds, sem er mjög vel skilgreint og hannað þjónustufyrirtæki þrátt fyrir allt það neikvæða sem hægt er að segja um það fyrirtæki,“ segir Birgir. Mikilvægast sé að frumkvöðlar finni sér ákveðna sérstöðu og skilgreini vöru sína og þjónustu vel.

„Viljum koma saman fjárfestum og frumkvöðlum“
Það tekur tíma fyrir nýjar hugmyndir að festa sig í sessi á mörkuðum. Markaðir eru íhaldssamir í eðli sínu og því þarf að eyða púðri í að sannfæra neytendur um að ný vara sé álitleg. Einnig getur verið erfitt að fara í samkeppni við stór og rótgróin fyrirtæki. „Þess vegna þurfa frumkvöðlar að geta brennt peningum í einhvern tíma áður en þeir fara að skila hagnaði,“ segir Birgir. Gagnstætt því sem margir halda telur Birgir fjárfesta nú viljugri  en áður til að setja fjármagní nýsköpun. „Okkar hugmynd er að búa til tengslanet fjárfesta og frumkvöðla og hjálpa þessum aðilum að mætast á miðri leið. Þannig viti fjárfestarnir hvaða kröfur þeir geti gert sem eru ekki þær sömu og kannski á verðbréfamörkuðum, þeir þurfa að sýna meiri þekkingu, skilning og þolinmæði við sprotafyrirtækin.„ Frumkvöðlarnir þurfa svo að átta sig á því hvaða kröfur fjárfestarnir gera, að sögn Birgis og útbúa kynningarefni sem fjárfestar skilja. „Fyrir hrunið voru fjárfestar þeir sem gátu sett einhverjar 200 milljónir í verkefni. Núna getur frumkvöðull kannski náð ansi langt á 10 milljónum, getur þannig unnið að hugmynd í tvö ár sem skilar svo hagnaði eftir nokkra mánuði, vegna þess að hugmyndin er vel útfærð„  segir Birgir.

Næstu skrefin
„Við höfum fengið yfir 100 fyrirspurnir á þessu ári, ég hef haldið 30-40 fundi með tilvonandi frumkvöðlum og við höfum hjálpað einum sjö fyrirtækjum,“ segir Birgir. V6 sprotahús er að leita sér að nýju húsnæði núna og koma nokkrir staðir nær miðbænum til greina. „Hluti þess sem við lærðum var að fólki þótti of langt að fara upp í Mosfellsbæ. En við viljum líka leggja áherslu á að fólk getur starfað með okkur og notið góðs af V6 þjónustunni, líka utan af landi, eða hvaðan sem er. Nú til dags gerist náttúrulega svo margt á netinu, öll þjónustan og ráðgjöfin getur allt eins farið þar fram eins og augliti til auglits. Sprotahús er hægt að hafa hvar sem er,“ segir Birgir. Þegar rétta húsnæðið er fundið hyggst sprotahúsið halda fleiri frumkvöðlanámskeið og einnig kynningarkvöld fyrir fjárfesta. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.v6.is/.

 V6 Sprotahús

Þjónustuframboð, samstarfsaðilar og tækifæri.

 A. Leiga á borði, stól. 28.000 kr á mánuði (leiga er ekki vsk skyld).

B. Hægt er að gerst áskrifandi að auka pakka  fyrir 19.920 kr (án vsk) til viðbótar (þjónustupakkinner vsk skyldur) sem innifelur í sér:

• dk bókhaldshugbúnaður a.m.k. í 6 mánuði í boði dk hugbúnaðar.

• Frí grunnheimasíða í boði Ráðuneytisins.

• Frí tölvuráðgjöf, aðgangur að IP símkerfi í boði Tölvukerfa ehf.

• Frí ráðgjöf varðandi verðmætamat fyrirtækja, kaup og sölu og aðkomu fjárfesta í boði INVESTIS.

• Frí lögfræðiráðgjöf – Í boði LOGOS, ÁRNASON FACTOR, TAX LEGAL.

 Á eftir að semja um:

• Frír ljósleiðari og niðurhal á internetinu ásamt hagstæðri símaáskrift.

• Frítt ársuppgjör hjá endurskoðunarskrifstofu. Gerður er minnst 6 mánaða leigusamningur. (Hér sparar viðkomandi hundruði þúsunda króna í stofnkostnað á nýja fyrirtækinu).

C. Hægt er að gerast rétthafi að V6 pakkanum úti á landi í gegnum fjarsamning. Þannig getur fyrirtæki úti á landi boðið sínum  viðskiptavinum þjónustupakkann í gegnum samning við V6. Hafa skal samband til að fá nánari upplýsingar um þetta.

D. Einnig er mögulegt að einstaklingur í Reykjavík eða úti á landi hafi möguleika á að gera beinan saming við V6. fyrir 19.920 kr + vsk. á mánuði Hafa skal samband til að fá nánari upplýsingar um þetta.

E. ENGLANET V6 Sprotahúss : Milliliðurmilli fjárfesta og frumkvöðla.

 V6 er m.a. í samstarfi við:

 Ráðuneytið – ráðgjöf í vöru- og þjónustuhönnun, gerð markaðsrannsókna og markaðsefnis, þ.m.t. grafísk vinna, heimasíða, branding, frumkvöðlaráðgjöf, verkefnastjórnun og hugmyndavinnu.

Job.is – útvegar starf sfólk og vinnu fyrir þásem leita að aukaverkefnum.

Tölvukerfi – IP Símkerfi, sala á tölvubúnaði, almenn ráðgjöf, hýsingar o.fl.

Ritari.is – símsvörun og bókhaldsvinna.

Orkusetrið – ráðgjöf varðandi orkunýtingu.

Íslensk Nýorka – Ráðgjöf varðandi orkunýtingu,

umhverfismál og markaðsmál.

Koma ehf. – framleiðsla á vörum í Kína.

Koma orðum að – þýðingar.

Markó – auglýsingagerð.

Dk hugbúnað útvegar leigjendum V6 dk bókhaldshugbúnaðá samning.

Investis – verðmætamat fyrirtækja, aðkomu fjárfesta o.fl.

TAXLEGAL – Lögfræðiráðgjöf í tengslum við stofnun fyrirtækja og skattamálum bæði á Íslandi og í Evrópu.

Logos – Lögfræðiráðgjöf í gerð samninga, einkaleyfisverndun og stofnun fyrirtækja.

Árnason Factor – Lögfræðiráðgjöf við einkaleyfisvernd

PWC – Ráðgjöf í enduskoðun, bókhaldi, stofnun fyrirtækja, skattamálefnum og öðru tengdu.

ANNAÐ Í BOÐI:

• Fyrstu 5 skiptin eru frí, svo framarlega að fríborðin séu laus (kynnast þjónustu V6).

• Sérhæfð frumkvöðlaleiðsögn

• Leit að fjármagni til sprotafyrirtækja; Englanet V6.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga