Umslag: Frá hugmynd til viðtakanda

Umslag ehf. var stofnað árið 1991 og er nú leiðandi á sínu sviði sem eitt stærsta fyrirtækið hérlendis í prentun gagna, í fararbroddi í pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir, þ.e. í gagnavinnslu. Fyrirtækið er með stóran hluta af markaðinum í pökkunarþjónustunni. Áralöng reynsla og fagþekking gerir fyrirtækinu kleift að bjóða víðtæka þjónustu á sviði prentunar, hönnunar, gagnavinnslu, pökkunar og útsendinga. Þessi reynsla tryggir viðskiptavinunum meiri skilvirkni og aukna hagræðingu í vinnslu fjölþættra verkefna.Fyrirtækið er með fullkominn búnað til merkingar, áritunar, prentunar umslaga og pökkunar. ,,Við erum mjög stórir dreifingaraðilar hjá póstinum, við fáum gögn í hús t.d. reikninga í rafrænu formi, sjáum um að prenta þá,  koma þeim í umslag og loks í dreifingu. Hingað kemur póstbíll tvisvar á dag til að sækja þennan póst. Reikningaþjónustan, yfirlit og markpóstur er mjög stór hluti í okkar starfsemi” segir Sölvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri sem segir að fyrirtæki geti jafnframt komið með til þeirra nánast alla aðra prentun. Við erum mikið að árita á markpóst alls kyns úrtakalista sem teknir eru úr þjóðsrká. Við getum t.d. unnið svoleiðis efni ef senda á bréf eða upplýsingar til allra fermingarbarna í landinu, til allra sem eru fæddir ákveðið ár, til húsfélaga, 100 stærstu fyrirtæki landsins og þannig mætti lengi telja.
Okkar slagorð er ,,frá hugmynd til viðtakanda” og þannig geta okkar viðskiptavinur komið með hugmynd til okkar sem hönnunardeildin vinnur úr, síðan erverkið prentað og nafnamerkt skv.úrtakalista, því pakkað og komið í dreifingu til allra viðtakendanna. Auðvitað eru reikningar í dag sendir í auknu mæli inn á heimabanka í bönkumum og er allt svo sem gott um það að segja en aftur á móti þá er það ekki mjög öflugt markaðstól og er vel hannaður markpóstur með réttum   pplýsingum  mun öflugra ef fyrirtækivilja koma sér á framfæri „ sjáðu t.d umslagið, góð auglýsing utan á það er það fyrsta sem blasir við, hvort sem það er svo opnað eða ekki“ segir Sölvi og brosir. Við erum einnig með lausn sem við köllum E-box og er svokölluð „vefprentun“ eða „web to print“ sem stærri fyrirtæki eru að nýta sér í auknum mæli og henta mjög vel  fyrir fyrirtæki með starfsmannaveltufrá 15 og uppúr. Þetta sparar  fyrirtækjum töluverðan kostnað íformi uppsetningar. Það er mjög einfalt að nota Ebox og engin  þörf er á sérhæfðum hugbúnaði,eina sem þú þarft er nettenging og tölva. Á Ebox eru öll prentgögn notandans gerð aðgengileg á vefnum t.d. nafnspjöld, umslög, markpóstur og fleira. Þannig hefur hann aðgang  að þeim hvar og  hvenær sem er. Notandinn færaðgangsorð og skráir sig inn, annað hvort á eigin heimasíðu eða á www.ebox.is þar velur hann þau gögn sem hann ætlar að panta, gerir nauðsynlegar breytingar á texta og/eða myndum,  koðar nýja skjalið, samþykkir breytinguna og sendir skjalið af stað. Skjalið fer svo beina leið til prentsmiðjunnar tilbúið til prentunar. Þarna hefur allur hönnunarkostnaður verið tekinn út og notandinn sparar sér tíma, auk þess sem þitt svæði er beintengt við prentsmiðju allan sólarhringinn..

Starfsmenn hvattir til að mennta sig
Í upphafi voru þrír starfsmenn  hjá fyrirtækinu, en í tímans rás hefur fyrirtækið stækkað og dafnað og í dag eru hjá fyrirtækinu 17 manns í fullu starfi. Árið 1997 flutti starfsemi Umslags úr upphaflegu húsnæði sínu, í Lágmúla 5, bakhús. Þar er staðsett öll starfsemi fyrirtækisins sem er nú leiðandi á Íslandi í prentun og pökkun gagna. Fyrirtækinu hefur haldist einstaklega vel á starfsfólki og segir Sölvi Sveinbjörnsson eina skýringuna á því vera menntunstefnu fyrirtækisins. Starfsfólk er hvatt til að mennta sig meira, t.d. með þátttöku í námskeiðum, t.d. hjá Iðunni – prenttæknisvið sem oft býður upp á mjög góð og metnaðarfull námskeið og fyrirtækið greiðir fyrir fólkið kostnaðinn, og kostnaður vegna stærri námskeiða er greiddur niður. Fyrirtækið er með mjög metnaðarfulla menntastefnu og fyrirtækjamenningu, sem m.a. má sjá á veggjum fyrirtækisins. ,,Við leyfum starfsmönnum að sækja námskeið á vinnutíma ef þess gerist þörf án þess að draga þann tíma frá í launum og ef þekkingin sem þannig fæst nýtist fyrirtækinu í framhaldinu. Við höfum þó ekki gert kröfu til þess starfsmaðurinn verði hér áfram ef  hann vill nýta sér þá þekkingu hjáannars staðar á vinnumarkaðnum, en þess eru þó dæmi að fólk hefur menntað sig frá okkur.” Sölvi segir að starfsfólk sé hvatt til þess að fara í göngugreiningu hjá Flexor því þeir sem standa hér mikið við vélar og tæki þurfa að vera vel skóaðir, og við greiðum almennilegan skófatnað fyrir starfsmennina. ,,Auk þess gefum við íþróttastyrk á hverju ári til að auðvelda fólki að stunda alls kyns heilsurækt, m.a. í heilsuræktarstöðvum. Nýlega opnuðum við barnaherbergi hér í fyrirtækinu með sjónvarpi, sófa og fleiru en hér er mikið af ungu starfsfólki sem á ung börn og ef fólk lendir í vandræðum með börnin t.d. ef leikskólinn er lokaður getur það komið með börnin með sér í vinnuna og leyft því að una sér í barnaherberginu meðan foreldrið er að sinna sinni vinnu.

Eftirtektarverð umhverfisstefna
Umslag er meðmjög sterka og meðvitaða umhverfisstefnu í fyrirtækinu og er allt rusl, pappir og annað flokkað og fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2003 fyrir það framtak. Einnig hlaut Umslag forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar árið 2001, Varðbergið, fyrir framúrskarandi framgöngu  í forvarnarmálum. Í umsögn um þessa viðurkenningu sagði m.a. að þrátt fyrir að slysahætta í fyrirtækjum sé mismikil eftir umfangi þeirra og eðli reksturs, skipta forvarnir miklu máli í rekstri allra fyrirtækja. Góðar forvarnir lágmarka tjónatíðni og stuðla almennt að auknu rekstraröryggi. Forvarnir skipta starfsmenn fyrirtækja einnig mjög miklu máli og geta ráðið úrslitum hvað varðar öryggi þeirra og um leið haft áhrif á líðan þeirra á vinnustað og tengst vinnuframlagi einstakra starfsmanna. Vátryggingaiðgjöld taka mið af þeirri áhættu sem til staðar er hverju sinni og því hafa forvarnir talsvert mikið vægi við útreikning iðgjalda.  Einnig hefur Umslag verið verndari Unicef frá byrjun.

Fyrirtækjamenning
Litla ljóta myndgalleríið er staðsett í Umslagi, en er alls ekki eins ljótt og nafnið gefur til kynna. Í upphafi var Umslag í litlu en notalegu húsnæði við Veghúsastíg en þar var tekið upp sú stefna að hafa frekar málverk á veggjum en dagatöl. Í fyrstu var keypt lítil mynd eftir upprennandi myndlistarmann en mjög skiptar skoðanir voru um fegurð listaverksins. Þaðan kemur nafnið. En fleiri verk voru keypt eftir listamenn víða úr heiminum og fjölbreytnin jókst og nú má sjá þessi listaverk  víða í Lágmúlanum. Einnig má sjáþarna ljósmyndir, grafík og fáeina skúlptúra. Galleríið skapar þægilegt andrúmsloft í  fyrirtækinu og fyrirtækjamenningu.

Umslag ehf.
Lágmúli 5
108 Reykjavík
Sími: 533 5252 Fax: 533 5250
umslag@umslag.is www.umslag.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga