Greinasafni: Menntun
Nýir og óvenjulegir fyrirlestrar

• Þekkingarmiðlun hefur hafið samstarf við Matvælaskólann hjá Sýni við uppbyggingu á námskeiðum í stjórnun og samskiptum. En Sýni hefur um nokkurt skeið staðið fyrir metnaðarfullum námskeiðum fyrir m.a. fyrirtæki í matvælaiðnaðinum.

• Þekkingarmiðlun býður upp á nýja fróðlega og skemmtilega fyrirlestra. Gott dæmi er „Hvernig borð vill Bára?“ þar sem tekin eru fyrir 150 íslensk orðatiltæki, því lýst hvaðan þau koma og hvað þau þýða.

• Annar fyrirlestur í svipuðum dúr fjallar um margs konar bönn í samfélaginu sem byggjast á langri hefð, eins og t.d. að ekki má gefa hníf þar sem það getur skorið á vináttuna eða tómt veski sem boðar fátækt.

• Eitt af því sem boðið er upp á í vetur er samskipta- og leiðtoganámskeið þar sem notast er við hesta, en næmi hesta á óyrta tjáningu og samskipti gerir þá ákjósanlega þegar draga á fram mikilvæg atriði í samskiptum eins og einlægni, skýr skilaboð og traust. Hestar vilja leiðtoga sem þeir treysta og skilja, annars láta þeir ekki að stjórn. Námskeiðið byggist að nokkru leyti á aðferðum svokallaðra hestahvíslara sem kenndar eru erlendis á samskipta- og leiðtoganámskeiðum.

• Bókakynningarnar, Gyrtu í brók...með góðri bók njóta vaxandi vinsælda en þá er farið yfir valdar bækur, sagt frá þeim og sérfræðingar Þekkingarmiðlunar fjalla um þær á fræðilegan hátt. Mikill áhugi er á kynningunum og margir vinnustaðir hafa sérstaklega beðið um þær og nýta umræðuna og tengja hana við vinnustaðinn.

• Loks eru námskeið sem fjalla um hamingjuna og þakklætið frá ýmsum sjónarhornum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga