Námskeið í boði hjá Gæðastjórnunarskólanum

• Verkefnastjórnun skv. ISO 9001 og PRINCE2
Farið er kerfisbundið í gegnum helstu þrep verkefnastjórnunar, en byggt er á PRINCE2 aðferðafræðinni við verkefnastjórnun og alþjóðlegum kröfum gæðastaðalsins ISO 9001.

• Skjalastjórnun skv. alþjóðlegum skjalastjórnunarstaðli
Farið er í meðhöndlun skjala frá myndun til loka líftíma þeirra með aðferðafræði skjalastjórnunarstaðalsins ISO 15489.

• Gerð verklagsreglna I
Tengsl verklagsreglna og vinnulýsinga við gæðakerfi eru skýrð og uppsetning og ritun þeirra með flæðiritum kennd með aðferðafræði gæðastjórnunar.

• Gerð og skipulag handbóka
Kennt er hvernig best er að raða upp verklagsreglum, vinnulýsingum og öðrum gögnum inn í handbækur til að notendur geti fundið skjöl og auðvelt sé að reka og viðhalda handbók.

• Gerð verklagsreglna II (framhald af Gerð verklagsreglna I)
Kennt er hvernig best er að innleiða verklagsreglur, viðhalda og stýra ferlum, setja markmið og mæla árangur til að ná aukinni hagræðingu í rekstri.

• Framkvæmd innri úttekta
Farið er í aðferðafræði við framkvæmd innri úttekta, skýrt frá kröfum ISO 9001:2000, farið yfir hlutverk úttektarmanna og hvernig best er að framkvæma úttektir.

• Starfsþróunarsamtöl (Starfsmannasamtöl)
Farið í heildarferil starfsþróunarsamtala (starfsmannasamtala), undirbúning, innleiðingu og eftirfylgni.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga