Greinasafni: Menntun
Þar sem fólk getur bætt námsárangurinn

www.skolavefurinn.is

Þar sem fólk getur bætt námsárangurinn

Skólavefurinn hefur nú starfað í rúm sjö ár og hefur vegur hans vaxið með hverju ári. Upphaflega var hann einkum hugsaður sem verkefna- og æfingasjóður fyrir kennara, en það breyttist fljótt enda eftirspurn mikil eftir gagnvirku námsefni og framboð að sama skapi lítið.

Nú er svo komið að 97% grunnskóla eru í fastri áskrift að vefnum, rúmlega 50% framhaldsskóla og vel á annað hundrað leikskóla, auk annarra stofnana. Þá hefur einstaklingum fjölgað jafnt og þétt og eru nú á þriðja þúsund heimili í áskrift að jafnaði, en mun fleiri heimili koma svo inn í styttri áskriftir á ákveðnum tímum eins og fyrir próf. Við ákváðum að kynna okkur betur starfsemi Skólavefsins og mæltum okkur mót við þá Jökul Sigurðsson framkvæmdastjóra og Pál Guðbrandsson sem hefur með upplýsinga- og sölumál að gera, á skrifstofu þeirra Skólavefsfólks á Laugavegi 163, Þegar við komum á svæðið er greinilega mikið um að vera og allir á þönum. Þeir félagar gefa sér þó tíma til að setjast niður með okkur. „Já, þetta er annasamasti tíminn hjá okkur,“ segir Páll. „Við erum að undirbúa veturinn, en þar munum við vera með mikið af glænýju og áhugverðu námsefni, meira en nokkru sinni fyrr. Þá fórum út í að gefa út bækur í fyrra og það hefur einnig undið upp á sig og nú streyma inn pantanir.”

„Hafið þið þá ekkert fundið fyrir „kreppunni“?
„Jú, vissulega höfum við fundið fyrir henni,“ svarar Jökull, „en það vinnur þó með okkur að við erum mjög ódýrir og höfum ekki hækkað áskriftarverð okkar í nokkuð langan tíma. Við viljum að allir geti nýtt sér efni okkar án þess að það komi of mikið við budduna.”

 
„En hvað er það sem fólk sækir helst í á vefnum ykkar.”

„Það væri að æra óstöðugan að ætla að telja það allt upp, enda er það stór og breiður hópur sem notar vefinn reglulega og eitthvað við allra hæfi á vefnum. Það sem kannski rís hæst á þessum tímapunkti eru þjálfunarnámskeiðin okkar fyrir samræmdu prófin. Undanfarin ár höfum við boðið upp á stutt þjálfunarnámskeið fyrir samræmd próf í 4. og 7. bekk sem tekin eru að hausti og hafa þau námskeið reynst mörgum mjög vel. Þá hafa samræmd próf í 10. bekk einnig verið færð fram á haustið og höfum við útbúið námskeið fyrir þau. Verða prófin haldin um miðjan september svo við erum að flýta okkur að gera prófin klár fyrir almenning. Við bjóðum líka upp á almennt þjálfunarefni í flestum námsgreinum fyrir alla aldurshópa sem nemendur og aðrir sækja mikið í. Það hefur verið styrkur okkar að bjóða upp á fjölbreytt efni fyrir alla aldurshópa alveg frá þeim yngstu sem ekki eru byrjuð í grunnskóla og allt upp í framhaldsskóla. Reyndar vorum við að setja á fót nýjan vef fyrir framhaldsskóla, sem nefnist einfaldlega framhaldsskoli.is og við bindum miklar vonir við. Þar er t. a. m. boðið upp á frábæra kennslu í stærðfræði þar sem nemendur geta séð á myndbandi hvernig á að leysa ákveðin dæmi. Er sú kennsla samvinnuverkefni 11 háskóla á Bretlandi en við urðum okkur úti um réttinn á efninu í fyrra. Efnið er reyndar á ensku, en við höfum látið þýða allt efnisyfirlitið þannig að nemendur eigi auðveldara með að finna það sem þeir eru að leita að hverju sinni og þar sem um sýnikennslu er að ræða skiptir tungumálið ekki öllu. Við höfum reyndar útbúið sambærilegt efni fyrir efstu bekki grunnskólans og fyrstu áfanga framhaldsskólans, sem nemendur sækja mikið í.. Ef þú vilt t.a.m. læra hvernig á að reikna með prósentum þá smellirðu bara á það í efnisyfirlitinu og færð stutt myndband sem leiðir þig í sannleikann um það. Og svo geturðu horft á það aftur og aftur þangað til að þú skilur hvernig á að fara að.”

„Við bjóðum líka upp á mikið af áhugaverðu efni fyrir yngstu börnin sem foreldrar eru í auknum mæli að átta sig á. Er þá bæði um að ræða alls kyns gagnvirkt efni og efni sem hægt er að prenta út og vinna þannig. Þar er m.a. hægt að fara í gagnvirkar léttlestrarbækur þar sem krakkarnir geta lesið í vefbók og flett blaðsíðum eins og í venjulegri bók og samhliða því geta þau látið lesa bækurnar fyrir sig. Hefur þetta hjálpað mörgum börnum að læra að lesa. Þetta efni krefst þess þó að foreldrar kenni börnunum að nota vefinn.”

„Eins og áður sagði höfum við reynt að halda verðinu niðri og kostar mánaðaráskrift einungis 1290 kr. svipað og ein ferð í kvikmyndahús. Það er allt og sumt. Það þarf ekki mikla notkun til að áskrift borgi sig.”

Með þessum orðum eru þeir Páll og Jökull roknir, enda mikið um að vera hjá þeim þessa dagana. Hvetjum alla til að kynna sér vel hvað Skólavefurinn hefur upp á að bjóða. Það gæti komið sér vel
Skólavefurinn ehf.
Laugavegi 163, 105 Reykjavík
sími: 551 6400
skolavefurinn@skolavefurinn.is
www.skolavefurinn.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga