Greinasafni: Menntun
Betra nám - Mannréttindamál að læra að lesa
Mannréttindamál að læra að lesa 

Fyrirtækið Betra nám hefur starfað síðan árið 2003 þegar innleiðing á svokölluð Davis aðferðafræði hófst, en hún hjálpar einstaklingum að glíma við lesblindu. Síðan þá hefur starfsemin þróast og einskorðast nú ekki eingöngu við námskeið tengd lesblindu, heldur er einnig í boði námskeið í hraðlestri, minnistækni, hugarkortum (glósutækni) og stærðfræði. Ein nýjungin er vefnámskeið í grunnatriðum stærðfræðinnar.Kolbeinn Sigurjónsson, ráðgjafi hjá Betra námi segir að staðreyndin sé sú að fjöldi nemenda sé ekki að ná ásættanlegum árangri og Davis aðferðafræðin hafi vakið athygli víða um heim fyrir góðan árangur í glímunni við lesblindu, en Kolbeinn er faglærður Davis lesbilnduráðgjafi og með B.sc. í Tölvunarfræði. Davis lesblindunámskeið er vikulangt einstaklingsnámskeið en þar er farið kerfisbundið í rót lestrarvandans.

Upprifjunarlestur óþarfur
Betra nám býður einnig upp á námskeið í minnistækni sem byggir á aldagömlum aðferðum sem gera utanbókarlærdóm mun auðveldari. „Að muna mikið magn nafna, atburða og ártala er auðvelt. Hugarkort eru svo glósutækni sem auðvelt er að nota því lítið þarf að skrifa og nánast ekkert að lesa. Gott hugarkort getur gert upprifjunarlestur óþarfan og því sparað mikinn tíma,“ segir Kolbeinn.

Vefnámskeiðið „Reiknum hraðar“ er nýtt af nálinni hjá Betra námi, en það þjálfar nemandann í grunnatriðum stærðfræðinnar, samlagningu, margföldun, frádrætti og deilingu. „Námskeiðið er mjög myndrænt og einfalt og árangur er nánast tryggur sé námskeiðinu fylgt. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá glíma við erfiðleika á þessu stigi, því öll stærðfræði byggir á þessum grunni,“ segir Kolbeinn.

Fjölmargir hornreka í skólakerfinu
Kolbeinn segir að flestir viðskiptavina sinna séu nemendur sem glíma við námsörðugleika og fái því miður ekki úrlausn sinna mála í skólakerfinu. „Fjölmargir leita til mín með börn sem varla geta lesið eftir nokkurra ára nám í grunnskóla og mörg dæmi um krakka sem varla kunna stafina í 4. bekk.

Ég tel það mannréttindamál að læra að lesa, en varlega áætlað má reikna með að 15% þjóðarinnar glími við einhverja lestrarörðugleika, eða 30-45.000 einstaklingar, og eru fjölmargir þeirra hornreka í skólakerfinu. Ég hef hitt allt of marga sem eiga martraðarkennda skólagöngu að baki.

Þessu þarf að breyta því þarna fer gríðarlegur mannauður í súginn. Staðreyndin er nefnilega sú, og foreldrar þessara barna taka líklega undir það, að oftast er um að ræða bráðgreinda og fjöruga einstaklinga með öflugt ímyndunarafl. Þeir blómstra þegar um er að ræða verklega, sjónræna og skapandi vinnu, s.s. að smíða, teikna, baka o.s.frv. Erfiðleikarnir beinast að táknum fyrst og fremst. Það er glerþak til staðar í skólakerfinu sem stöðvar þessa nemendur. Við hljótum að geta gert betur,“ segir Kolbeinn

Varlega áætlað má reikna með að 15% þjóðarinnar glími við einhverja lestrarörðugleika, eða 30-45.000 einstaklingar, og eru fjölmargir þeirra hornreka í skólakerfinu.

Nánari upplýsingr um Betra nám.
www.betranam.is
betranam@betranam.is
s: 5666664


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga