Greinasafni: List
Söngnámið mikill gleðigjafi - Söngstúdíó Ingveldar Ýrr Jónsdóttur,
  Söngstúdíó Ingveldar Ýrr Jónsdóttur, hefur verið rekið síðan árið 2002 og segir hún 

námið njóta mikilla vinsælda, jafnt hjá þeim sem hyggjast leggja sönginn fyrir sig og hinum sem vilja bara gleðja sig og sína.

Ingveldur segir njóta þess til jafns að kenna atvinnupoppurum “söngleyndarmál” og að leiða manneskju í gegnum fyrstu tónana. Ljósm. Ingó

Söngstúdíó Ingveldar býður upp á byrjendanámskeið, byrjendasönghóp með aukakennslu í tónfræði og nótnalestri, einkatíma sem Ignveldur segir að stundum leiði til þess að fólk fari í stigspróf og tónfræðinámskeið. „Svo er ég alltaf með sönghópinn minn Spectrum í gangi, sem er bara fyrir vana, en hópurinn kemur oft fram með mér. Þá er ég líka með sönghópinn Blikandi Stjörnur á mínum snærum, en það er hópur skipaður fötluðum. Er einnig í samstarfi við HR þar sem ég kenni fólki raddbeitingu í tali,“ segir Ingveldur, en hún hefur gefið út geisladiska í raddbeitingu fyrir söng og talrödd.

Í söngstúdíói Ingveldar er einnig hægt að vinna í sérhönnuðum hópanámskeiðum. „Ég hef sett þetta hópafyrirkomulag upp til þess að vinkonur/vinir, hjón, systkini, vinnufélagar og fleiri geti tekið sig saman og komið í tíma. Það hefur margoft gerst að fólk vill vera með svona “sér” námskeið, æfir röddina og nokkur lög. Sumir hafa flutt þau í fjölskylduboðum eða á árshátíðum. Oft er þetta líka ágætis hópefli,“ segir Ingveldur.

Söngurinn beinir athyglinni inn á við
Hún segir að meiri hluti fólks sem komi til hennar séu ekki endilega að sækjast eftir því að taka stigspróf í söng, alla vega ekki til að byrja með. „Fólk tekst oft á við margt í sjálfu sér þegar það byrjar að læra söng; sjálfsgagnrýni, spéhræðslu, feimni, minnimáttarkennd, ótta við eigin rödd og fleira. Ég reyni að leiðbeina fólki þannig að það læri uppbyggilega meðvitund um hljóðfæri sitt, upplifi gleðina við að syngja, en nái um leið tökum á röddinni þannig að það verði sátt. Söngur er gleðjandi eins og allir vita og margir koma einfaldlega til þess, en ég kenni fólki svo að bæta röddina í leiðinni. Fólk fer iðulega glaðara frá mér en það kemur inn og þá er ég ánægð.

Fólk sækist í auknum mæli eftir einhverju sem beinir athygli inná við, og söngur er tilvalinn til þess. Einungis brot af þeim sem koma til mín ætla sér eitthvað með sönginn. Hinir koma til að kynnast röddinni, læra tækni, geta sungið skammarlaust innan um aðra. Margir hafa lært á gítar og langar að geta sungið betur með,“ segir Ingveldur.

Breiður hópur fólks leitar til Ingveldar úr öllum þjóðfélagsstigum, fólk á öllum aldri, atvinnumenn og áhugamenn. „Hingað koma starfandi söngvarar, popparar og leikarar, stjórnmálamenn og þekktir fyrirlesarar sem þurfa að nota röddina mikið starfsins vegna eða eru undir raddlegu álagi. Í þessu starfi verður maður að vera svolítill mannþekkjari, það þarf að vita hvað hver þarf, því ekki gengur að vinna eins með öllum og þarfir fólks eru afar misjafnar. Ég stend mig oft að því að laga mig að fólkinu, enda lít ég svo á að ég sé í þjónustu við nemandann, þó ég sé frekar kröfuharður kennari. Það er einfaldlega ekki hægt að neyða sömu aðferðina á alla. enda eru ekki allir að sækjast eftir því sama með því að koma í raddþjálfun. Það hefur kennt mér mikið að vinna með fötluðum. Maður þarf að vera ansi uppfinningasamur til að ná til misfatlaðra einstaklinga,“ segir Ingveldur. 

Söngstúdíó Ingveldar Ýrr Jónsdóttur, hefur verið rekið síðan árið 2002 og segir hún námið njóta mikilla vinsælda, jafnt hjá þeim sem hyggjast leggja sönginn fyrir sig og hinum sem vilja bara gleðja sig og sína.

Söngstúdíó Ingveldar býður upp á byrjendanámskeið, byrjendasönghóp með aukakennslu í tónfræði og nótnalestri, einkatíma sem Ignveldur segir að stundum leiði til þess að fólk fari í stigspróf og tónfræðinámskeið. „Svo er ég alltaf með sönghópinn minn Spectrum í gangi, sem er bara fyrir vana, en hópurinn kemur oft fram með mér. Þá er ég líka með sönghópinn Blikandi Stjörnur á mínum snærum, en það er hópur skipaður fötluðum. Er einnig í samstarfi við HR þar sem ég kenni fólki raddbeitingu í tali,“ segir Ingveldur, en hún hefur gefið út geisladiska í raddbeitingu fyrir söng og talrödd.

Í söngstúdíói Ingveldar er einnig hægt að vinna í sérhönnuðum hópanámskeiðum. „Ég hef sett þetta hópafyrirkomulag upp til þess að vinkonur/vinir, hjón, systkini, vinnufélagar og fleiri geti tekið sig saman og komið í tíma. Það hefur margoft gerst að fólk vill vera með svona “sér” námskeið, æfir röddina og nokkur lög. Sumir hafa flutt þau í fjölskylduboðum eða á árshátíðum. Oft er þetta líka ágætis hópefli,“ segir Ingveldur.

Söngurinn beinir athyglinni inn á við
Hún segir að meiri hluti fólks sem komi til hennar séu ekki endilega að sækjast eftir því að taka stigspróf í söng, alla vega ekki til að byrja með. „Fólk tekst oft á við margt í sjálfu sér þegar það byrjar að læra söng; sjálfsgagnrýni, spéhræðslu, feimni, minnimáttarkennd, ótta við eigin rödd og fleira. Ég reyni að leiðbeina fólki þannig að það læri uppbyggilega meðvitund um hljóðfæri sitt, upplifi gleðina við að syngja, en nái um leið tökum á röddinni þannig að það verði sátt. Söngur er gleðjandi eins og allir vita og margir koma einfaldlega til þess, en ég kenni fólki svo að bæta röddina í leiðinni. Fólk fer iðulega glaðara frá mér en það kemur inn og þá er ég ánægð.

Fólk sækist í auknum mæli eftir einhverju sem beinir athygli inná við, og söngur er tilvalinn til þess. Einungis brot af þeim sem koma til mín ætla sér eitthvað með sönginn. Hinir koma til að kynnast röddinni, læra tækni, geta sungið skammarlaust innan um aðra. Margir hafa lært á gítar og langar að geta sungið betur með,“ segir Ingveldur.

Breiður hópur fólks leitar til Ingveldar úr öllum þjóðfélagsstigum, fólk á öllum aldri, atvinnumenn og áhugamenn. „Hingað koma starfandi söngvarar, popparar og leikarar, stjórnmálamenn og þekktir fyrirlesarar sem þurfa að nota röddina mikið starfsins vegna eða eru undir raddlegu álagi. Í þessu starfi verður maður að vera svolítill mannþekkjari, það þarf að vita hvað hver þarf, því ekki gengur að vinna eins með öllum og þarfir fólks eru afar misjafnar. Ég stend mig oft að því að laga mig að fólkinu, enda lít ég svo á að ég sé í þjónustu við nemandann, þó ég sé frekar kröfuharður kennari. Það er einfaldlega ekki hægt að neyða sömu aðferðina á alla. enda eru ekki allir að sækjast eftir því sama með því að koma í raddþjálfun. Það hefur kennt mér mikið að vinna með fötluðum. Maður þarf að vera ansi uppfinningasamur til að ná til misfatlaðra einstaklinga,“ segir Ingveldur.

Gleymir sér í kennslunni
Ingveldur lauk BA gráðu frá söngleikjadeild Tónlistarskóla Vínarborgar þar sem hún lærði einnig leiklist og dans. Árið 1991 lauk hún síðan mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York. Hún hefur starfað meðal annars í óperuhúsinu í Lyon í Frakklandi og íslensku óperunni, ásamt ótalmörgum verkefnum í gegn um tíðina. „Mér finnst allt í sambandi við sönginn skemmtilegt og gefandi, þótt ekki sé allt dans á rósum í faginu og oft mikið álag. Það krefst mikils aga að vera söngkennari og söngvari á sama tíma. Það hentar mér vel að vinna svona upp á mínar eigin spýtur, ég er þannig að ég þarf að hafa fjölbreytileika í starfinu og það fæ ég svo sannarlega með því starfi sem ég er að vinna í stúdíóinu mínu. Í raun er fyrir mér jafnskemmtilegt að kenna eitt stórt námskeið eins og  taka þátt í stórri  óperuuppfærslu. Mér finnst jafngaman að kenna atvinnupoppara nokkur “söngleyndarmál” eins og að leiða manneskju í gegnum fyrstu tónana og sjá upplifunina við það. En það getur verið auðvelt að týna sér í kennslunni einni saman og gleyma að halda sjálfri sér við, en ég stend nú í útgáfu á diski með sjálfri mér,“ segir Ingveldur.

Ingveldur lauk BA gráðu frá söngleikjadeild Tónlistarskóla Vínarborgar þar sem hún lærði einnig leiklist og dans. Árið 1991 lauk hún síðan mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York. Hún hefur starfað meðal annars í óperuhúsinu í Lyon í Frakklandi og íslensku óperunni, ásamt ótalmörgum verkefnum í gegn um tíðina. „Mér finnst allt í sambandi við sönginn skemmtilegt og gefandi, þótt ekki sé allt dans á rósum í faginu og oft mikið álag. Það krefst mikils aga að vera söngkennari og söngvari á sama tíma. Það hentar mér vel að vinna svona upp á mínar eigin spýtur, ég er þannig að ég þarf að hafa fjölbreytileika í starfinu og það fæ ég svo sannarlega með því starfi sem ég er að vinna í stúdíóinu mínu. Í raun er fyrir mér jafnskemmtilegt að kenna eitt stórt námskeið eins og  taka þátt í stórri  óperuuppfærslu. Mér finnst jafngaman að kenna atvinnupoppara nokkur “söngleyndarmál” eins og að leiða manneskju í gegnum fyrstu tónana og sjá upplifunina við það. En það getur verið auðvelt að týna sér í kennslunni einni saman og gleyma að halda sjálfri sér við, en ég stend nú í útgáfu á diski með sjálfri mér,“ segir Ingveldur.
Meiri upplýsingar sjá www.songstudio.is/


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga