Greinasafni: Menntun
Þekkingarsetur Þingeyinga - Starfstengt nám sérsniðið að óskum fyrirtækja
 Starfstengt nám sérsniðið að óskum fyrirtækja  

Þekkingarsetur Þingeyinga er miðstöð símenntunar, háskólanáms og rannsókna í Þingeyjarsýslum.  ÞÞ stendur fyrir námskeiðum og hefur milligöngu um nám í samstarfi við einstaklinga og atvinnulífið. Setrið rekur háskólanámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er setrið miðstöð rannsókna á svæðinu, og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.
Óli Halldórsson, forstöðumaður ÞÞ segir að setrið standi sjálft fyrir stærstum hluta þeirra námskeiða sem haldin eru á svæðinu. „Frá því síðasta haust höfum við verið að breyta áherslum hjá okkur. Áður lögðum við töluverða áherslu á tómstunda-, tungumála- og tölvunámskeið en nú er mest áhersla lögð á starfstengt nám þá ýmist eftir námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eða sérsniðin að óskum fyrirtækja. Námskeiðin sem boðið verður upp á í haust taka mið af þessu,“ segir Óli.  

Miðstöð rannsóknastarfs

Óli segir hlutverk Þekkingarseturs Þingeyinga vera í meginatriðum þríþætt. „Fyrir það fyrsta er stofnunin hefðbundin símenntunarmiðstöð og starfar sem slík á sínu starfssvæði við hlið annarra níu svæðisbundinna miðstöðva á landinu. Í öðru lagi er stofnunin háskólanámssetur og rekur öflug námsver og þjónustu á því sviði fyrir alla háskólanema á sínu svæði. Það sem skilur Þekkingarsetur Þingeyinga svo frá flestum hinum símenntunarmiðstöðvunum er svo það að stofnunin er miðstöð rannsóknastarfs á norðausturhorni landsins og bæði veitir rannsakendum þjónustu og stundar eigin rannsóknir. Þekkingarsetrið starfar náið með öðrum símenntunarmiðstöðvum á landinu og tilheyrir því stoðkerfi menntakerfisins. Vegna þessa rannsóknahlutverks Þekkingarsetursins er þó eina systurstofnun stofnunarinnar Þekkingarnet Austurlands, en sú stofnun starfar í meginatriðum með nákvæmlega sama hætti, þ.e. hefur ekki eingöngu hlutverki að gegna á sviði símenntunar heldur líka rannsókna.

Síðastliðinn vetur höfðum við frumkvæði að samstarfi við Vinnumálastofnun, Framsýn stéttarfélag, Félagsþjónustu Þingeyinga og Húsavíkurdeild Rauða Kross Íslands um málefni atvinnuleitenda í héraðinu. Eitt af markmiðum samstarfsins var að stuðla að símenntun atvinnuleitenda og búa þá undir endurkomu á vinnumarkaðinn. Við búum að því samstarfi og munum halda því áfram í vetur og leggjum okkur fram við að þjónusta atvinnuleitendur á sem bestan hátt bæði með námskeiðum fyrir þá og náms- og starfsráðgjöf,“ segir Óli

Mörg sóknarfæri
Hann segir að ýmis sóknarfæri séu á komandi vetri. „Við horfum bjartsýn á veturinn framundan, en ástandið á vinnumarkaðnum batnaði til muna í vor og er ágætt eins og staðan er í dag. Nú eru 112 manns á atvinnuleysisskrá á svæðinu og þeim mun fækka um næstu mánaðarmót þegar skólarnir byrja, sláturtíð hefst og fiskvinnslan fer aftur af stað hjá Vísi á Húsavík. Þó er ljóst að samdráttur hefur orðið í nokkrum atvinnugreinum. Má þá helst horfa til iðn- og þjónustugreina. Það er helst á tímum sem þessum sem hægt er að ná til einstaklinga innan þessa geira og hvetja þá til þátttöku og virkni í eigin símenntun. Það ætlum við okkur að gera með því að auka samstarf við fyrirtæki í þessum greinum,“ segir Óli. 

Starfstengt nám sérsniðið að óskum fyrirtækja

Þekkingarsetur Þingeyinga er miðstöð símenntunar, háskólanáms og rannsókna í Þingeyjarsýslum.  ÞÞ stendur fyrir námskeiðum og hefur milligöngu um nám í samstarfi við einstaklinga og atvinnulífið. Setrið rekur háskólanámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er setrið miðstöð rannsókna á svæðinu, og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

Óli Halldórsson, forstöðumaður ÞÞ segir að setrið standi sjálft fyrir stærstum hluta þeirra námskeiða sem haldin eru á svæðinu. „Frá því síðasta haust höfum við verið að breyta áherslum hjá okkur. Áður lögðum við töluverða áherslu á tómstunda-, tungumála- og tölvunámskeið en nú er mest áhersla lögð á starfstengt nám þá ýmist eftir námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eða sérsniðin að óskum fyrirtækja. Námskeiðin sem boðið verður upp á í haust taka mið af þessu,“ segir Óli.  

Miðstöð rannsóknastarfs

Óli segir hlutverk Þekkingarseturs Þingeyinga vera í meginatriðum þríþætt. „Fyrir það fyrsta er stofnunin hefðbundin símenntunarmiðstöð og starfar sem slík á sínu starfssvæði við hlið annarra níu svæðisbundinna miðstöðva á landinu. Í öðru lagi er stofnunin háskólanámssetur og rekur öflug námsver og þjónustu á því sviði fyrir alla háskólanema á sínu svæði. Það sem skilur Þekkingarsetur Þingeyinga svo frá flestum hinum símenntunarmiðstöðvunum er svo það að stofnunin er miðstöð rannsóknastarfs á norðausturhorni landsins og bæði veitir rannsakendum þjónustu og stundar eigin rannsóknir. Þekkingarsetrið starfar náið með öðrum símenntunarmiðstöðvum á landinu og tilheyrir því stoðkerfi menntakerfisins. Vegna þessa rannsóknahlutverks Þekkingarsetursins er þó eina systurstofnun stofnunarinnar Þekkingarnet Austurlands, en sú stofnun starfar í meginatriðum með nákvæmlega sama hætti, þ.e. hefur ekki eingöngu hlutverki að gegna á sviði símenntunar heldur líka rannsókna.

Síðastliðinn vetur höfðum við frumkvæði að samstarfi við Vinnumálastofnun, Framsýn stéttarfélag, Félagsþjónustu Þingeyinga og Húsavíkurdeild Rauða Kross Íslands um málefni atvinnuleitenda í héraðinu. Eitt af markmiðum samstarfsins var að stuðla að símenntun atvinnuleitenda og búa þá undir endurkomu á vinnumarkaðinn. Við búum að því samstarfi og munum halda því áfram í vetur og leggjum okkur fram við að þjónusta atvinnuleitendur á sem bestan hátt bæði með námskeiðum fyrir þá og náms- og starfsráðgjöf,“ segir Óli

Mörg sóknarfæri
Hann segir að ýmis sóknarfæri séu á komandi vetri. „Við horfum bjartsýn á veturinn framundan, en ástandið á vinnumarkaðnum batnaði til muna í vor og er ágætt eins og staðan er í dag. Nú eru 112 manns á atvinnuleysisskrá á svæðinu og þeim mun fækka um næstu mánaðarmót þegar skólarnir byrja, sláturtíð hefst og fiskvinnslan fer aftur af stað hjá Vísi á Húsavík. Þó er ljóst að samdráttur hefur orðið í nokkrum atvinnugreinum. Má þá helst horfa til iðn- og þjónustugreina. Það er helst á tímum sem þessum sem hægt er að ná til einstaklinga innan þessa geira og hvetja þá til þátttöku og virkni í eigin símenntun. Það ætlum við okkur að gera með því að auka samstarf við fyrirtæki í þessum greinum,“ segir Óli.

Bætir, hressir og kætir
Þó ÞÞ starfstengt nám fái aukna áherslu í vetur, segir Óli að tómstundir og afþreying séu ekki látin sitja á hakanum. „Við bíðum mjög spennt eftir að sjá hvernig íbúar á starfssvæðinu munu taka í nýjan lið hjá okkur sem við köllum Bætir, hressir, kætir og snýst kannski meira um afþreyingu og tómstundir en störf fólks. Með þessum lið er ætlunin eins og nafnið ber með sér að bæta, hressa og kæta þá sem munu taka þátt í þessu með okkur. Undir þessum flokki ætlum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem felur í sér ýmist fyrirlestra sem byggja á fræðilegum grunni eða léttmeti, örnámskeið sem geta verið til gagns eða ánægju eða hvort tveggja og svo skemmtilegar kvöldstundir þar sem þátttakendur útbúa mat eða sælgæti,“ segir Óli.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga