Greinasafni: Menntun
Margvís – tungumálamiðstöð - Íslenskunám í Eyjafirðinum
 

Íslenskunám í Eyjafirðinum

Margvís hefur undanfarin þrjú ár boðið uppá íslenskunámskeið fyrir útlendinga á Akureyri, Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Guðrún Blöndal framkvæmdastjóri segir að grunnhugmyndin með stofnun Margvís hafi verið sú að veita öllum útlendingum á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar tækifæri til að sækja námskeið í íslensku.

 
“Tækifæri útlendinga til þess að sækja íslenskunámskeið á þessu svæði voru í raun tilviljunarkennd en markmið okkar var að bæta aðgengið og gera námskeiðahald skilvirkari” segir Guðrún.

Íslenskunám á öllum stigum

Margvís býður uppá almenn íslenskunámskeið á öllum stigum og einnig starfstengd íslenskunámskeið fyrir erlent starfsfólk fyrirtækja þar sem námskeiðin fara fram í fyrirtækjunum og námsefnið er sniðið að þörfum þess.

“Við leggjum mikla árherslu á að hafa námskeiðin og námsefnið lifandi og tímana skemmtilega og umfram allt árangursríka. Einnig leggjum við áherslu á að þátttakendur fái tækifæri til að þess að sækja námskeið sem hentar þeirra getu, því þá verður árangurinn að sjálfsögðu meiri,” segir Guðrún.

Reyndir kennarar

Guðrún segir að hjá Margvís starfi mjög reyndir og metnaðarfullir kennarar sem flestir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi. Tveir þeirra gáfu nýverið út námsbækurnar “Íslenska á allra vörum” I og II ásamt fjölnota efni sem er sérhannað til íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Námskeiðahald í íslensku fyrir útlendinga hefst 14. og 15. september, en hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðin og námsefnið á www.margvis.is

Við leggjum mikla áherslu á að hafa námskeiðin og námsefnið lifandi og tímana skemmtilega og umfram allt árangursríka.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga