Greinasafni: Menntun
Listir, verkfræði og viðskipti krauma í hverju horni
  Um miðjan maí mánuð síðastliðinn opnaði Hugmyndahús Háskólanna frumkvöðlasetur þar sem tugir hugmyndaríkra aðila vinna nú hörðum höndum við að þróa spennandi hugmyndir og skapa á sama tíma fjöldamörg atvinnutækifæri sem munu vafalaust koma sér vel fyrir land og þjóð miðað við ástand vinnumarkaðarins í dag. Gunnar Karl Níelsson, verkefnastjóri Hugmyndahúss Háskólanna, segist ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi sé nauðsynlegt til að veita fólki þann stuðning sem þarf til að breyta góðri hugmynd í fullmótað fyrirtæki.

 
 
Hugmyndahús Háskólanna er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Á meðal markmiða Hugmyndahússins er að stuðla að stofnun að minnsta kosti 50 fyrirtækja innan tveggja ára sem veiti að minnsta kosti 500 manns atvinnu og að minnsta kosti 3.000 manns nýti sér starfsemi hússins. Nú þegar eru um sjötíu manns með fast aðsetur í Hugmyndahúsinu að vinna að einum 17 mismunandi hugmyndum. Gunnar segir að þó að aðstaðan sé ef til vill frekar hrá þá sé þar allt til alls, þar sé kaffihús, fullkomið vídeóstúdíó af bestu gerð, salur sem rúmar 200 manns í sætum og aðstaða til að taka á móti þeim sem eru ekki með fasta aðstöðu í húsinu.

Svar við markaðshruninu

Hugmyndahúsinu var hrundið af stað sem svari við þörfum markaðarins eftir hrunið, að sögn Gunnars. „Svafa Grönfeldt og Hjálmar Ragnarsson eiga upphaflegu hugmyndina að þessu húsi og vildu með því búa til einhverja aðstöðu þar sem listir, verkfræði og viðskipti myndu krauma í hverju horni. Nú þegar æ fleiri fyrirtæki lognast út af þarf að skapa önnur í staðinn til að viðhalda jafnvægi í atvinnulífinu og við teljum Hugmyndahúsið gera það,“ segir Gunnar.

 
 
Gunnar segir að Hugmyndahúsið virki í raun sem fyrsti hlekkurinn í „virðiskeðjunni“. „Fólk kemur hingað inn með hugmynd og vinnur að henni með það að markmiði að úr henni verði fullmótað fyrirtæki. Þessir aðilar geta svo fengið aðstoð frá sérfræðingum sem við erum með á okkar snærum sem og stuðning og aðstoð frá öðrum fyrirtækjum sem þegar eru inni í Hugmyndahúsinu. Þá eru stærstu grasrótaraðilar sem eru enn á lífi í húsinu; Stofnun og rekstur fyrirtækja og Hugmyndaráðuneytið,“ segir Gunnar.
 
 
Hann leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að fá stuðning jafningja sem eru gjarnan að ganga í gegn um sömu hlutina þegar kemur að því að stofna og þróa nýtt fyrirtæki og segir það raunar vera skilyrði fyrir veru í húsinu að hjálpast að. „Þegar við metum þær hugmyndir sem okkur berast, metum við þær aðallega út frá því hvort þær bæti einhverju við þann hóp sem fyrir er í húsinni. Til dæmis myndi fjármálafyrirtæki bæta við heilmiklu gildi fyrir önnur fyrirtæki í húsinu þegar þarf að gera fjárhagsáætlanir og annað slíkt. Þannig reynum við að meta heildaráhrifin sem nýjar hugmyndir kunna að hafa á þann hóp sem við erum með, þetta er því í raun draumaland fyrir hópsálir,“ segir Gunnar.
 
 
Um miðjan maí mánuð síðastliðinn opnaði Hugmyndahús Háskólanna frumkvöðlasetur þar sem tugir hugmyndaríkra aðila vinna nú hörðum höndum við að þróa spennandi hugmyndir og skapa á sama tíma fjöldamörg atvinnutækifæri sem munu vafalaust koma sér vel fyrir land og þjóð miðað við ástand vinnumarkaðarins í dag. Gunnar Karl Níelsson, verkefnastjóri Hugmyndahúss Háskólanna, segist ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi sé nauðsynlegt til að veita fólki þann stuðning sem þarf til að breyta góðri hugmynd í fullmótað fyrirtæki.

Hugmyndahús Háskólanna er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Á meðal markmiða Hugmyndahússins er að stuðla að stofnun að minnsta kosti 50 fyrirtækja innan tveggja ára sem veiti að minnsta kosti 500 manns atvinnu og að minnsta kosti 3.000 manns nýti sér starfsemi hússins. Nú þegar eru um sjötíu manns með fast aðsetur í Hugmyndahúsinu að vinna að einum 17 mismunandi hugmyndum. Gunnar segir að þó að aðstaðan sé ef til vill frekar hrá þá sé þar allt til alls, þar sé kaffihús, fullkomið vídeóstúdíó af bestu gerð, salur sem rúmar 200 manns í sætum og aðstaða til að taka á móti þeim sem eru ekki með fasta aðstöðu í húsinu.

Svar við
markaðshruninu

Hugmyndahúsinu var hrundið af stað sem svari við þörfum markaðarins eftir hrunið, að sögn Gunnars. „Svafa Grönfeldt og Hjálmar Ragnarsson eiga upphaflegu hugmyndina að þessu húsi og vildu með því búa til einhverja aðstöðu þar sem listir, verkfræði og viðskipti myndu krauma í hverju horni. Nú þegar æ fleiri fyrirtæki lognast út af þarf að skapa önnur í staðinn til að viðhalda jafnvægi í atvinnulífinu og við teljum Hugmyndahúsið gera það,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að Hugmyndahúsið virki í raun sem fyrsti hlekkurinn í „virðiskeðjunni“. „Fólk kemur hingað inn með hugmynd og vinnur að henni með það að markmiði að úr henni verði fullmótað fyrirtæki. Þessir aðilar geta svo fengið aðstoð frá sérfræðingum sem við erum með á okkar snærum sem og stuðning og aðstoð frá öðrum fyrirtækjum sem þegar eru inni í Hugmyndahúsinu. Þá eru stærstu grasrótaraðilar sem eru enn á lífi í húsinu; Stofnun og rekstur fyrirtækja og Hugmyndaráðuneytið,“ segir Gunnar.

Hann leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að fá stuðning jafningja sem eru gjarnan að ganga í gegn um sömu hlutina þegar kemur að því að stofna og þróa nýtt fyrirtæki og segir það raunar vera skilyrði fyrir veru í húsinu að hjálpast að. „Þegar við metum þær hugmyndir sem okkur berast, metum við þær aðallega út frá því hvort þær bæti einhverju við þann hóp sem fyrir er í húsinni. Til dæmis myndi fjármálafyrirtæki bæta við heilmiklu gildi fyrir önnur fyrirtæki í húsinu þegar þarf að gera fjárhagsáætlanir og annað slíkt. Þannig reynum við að meta heildaráhrifin sem nýjar hugmyndir kunna að hafa á þann hóp sem við erum með, þetta er því í raun draumaland fyrir hópsálir,“ segir Gunnar.

Tengslanetið
nauðsynlegt

Gunnar leggur mikla áherslu á samvinnuna og segir að viðveru í Hugmyndahúsinu fylgi í raun bara tvær kvaðir, annars vegar þarf að mæta og hins vegar að vera reiðubúinn í samvinnu. „Við sjáum að hlutirnir ganga miklu hraðar í slíku umhverfi, en til dæmis við eldhúsborðið heima. Hér getur fólk tengst fólki sem getur ef til vill helmingað tímann sem það tekur að koma hugmynd á koppinn,“ segir Gunnar.

Hugmyndahús Háskólanna | Grandagarði 2, 101 Reykjavík
tel. +354 695 4048   hh@hugmyndahus.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga