Greinasafni: Menntun
Hugmyndahús Háskólanna

Í Hugmyndahúsi Háskólanna eru fjöldi fyrirtæki þar má m.a. nefna; Exedra, fyrirtækið Clara, RECTV, Medizza og MindGames. Jafnframt hefur aðsetur í húsinu Hugmyndaráðuneytið.

Hugmyndaráðuneytið er grasrótarhreyfing sem stuðlar m.a. að nýsköpun á Íslandi.

MindGames stefnir að því að setja á markað tölvuleik fyrir farsíma sem stýrt er með litlum og handhægum heilabylgjuskanna. Hann getur lesið hugarástand spilarans og notað það við stjórnun leiksins.

Clara er tæplega tveggja ára gamalt fyrirtæki sem hefur frá stofnun unnið að þróun að næstu kynslóðar markaðsrannsóknartóla.

Exedra er vettvangur umræðna fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna úr öllu atvinnulífinu, t.a.m. úr viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum, menntamálum, heilbrigðismálum, hópi sérfræðinga og listamanna.

RECTV er eitt fullkomnasta upptökustúdíó landsins sem hefur m.a. búnað til beinna útsendinga ofl.

Medizza er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar hugbúnað í næstu kynslóð opinna myndlykla

Hugmyndahús Háskólanna | Grandagarði 2, 101 Reykjavík
tel. +354 695 4048   hh@hugmyndahus.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga