Greinasafni: Orka
HBT - Alíslensk uppfinning vekur athygli á heimsvísu

Eitt þeirra sprotafyrirtækja sem hafa vaxið og dafnað í Frumkvöðlasetrinu Eldey er HBT hf., sem hefur þegar hafið framleiðslu á svokölluðum rafbjögunarsíum. Sían hefur þekar vakið mikla athygli á erlendum vettvangi og standa nú yfir samningaviðræður við aðila víðsvegar utan úr heimi sem koma til með að skila umtalsverðum gjaldeyristekjum gangi þær eftir, að segir Jóhann R. Benediktsson stjórnarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri HBT hf.

Þegar kom að því að velja staðsetningu fyrirtækisins segir Jóhann stofendnur þess hafi horft sérstaklega til þeirra hugmynda sem voru uppi um uppbyggingu á Ásbrú. „Sú metnaðarfulla mynd sem Kadeco og Keilir draga upp af svæðinu hugnast okkur mjög og langaði okkur að vera þátttakendur í að fylla upp í þá mynd.  Við sjáum mikinn fjölda tækifæra á svæðinu og hentar það hátæknifyrirtæki á borð við okkur gríðarlega vel að koma inn í þetta háskólaumhverfi. Við höfum þegar gert samstarfssamning við Orkuskóla Keilis og munum við í framhaldinu  vinna saman að ákveðnum verkefnum sem tengjast framleiðslu HBT. Þessi yfirbygging svæðisins og sá stuðningur sem við finnum hér hefur reynst okkur afar mikilvægur í þessum fyrstu skrefum okkar,” segir Jóhann. Sjálfur er Jóhann svæðinu góðu kunnur, enda fyrrverandi  lögreglustjóri Suðurnesja.Jóhann segir einnig að mikilvægur  þáttur hafi verið að getagengið í fullnægjandi húsnæði fyrir rekstur fyrirtækisins á hagstæðum kjörum. „Hér var allt þegar til staðar og í núverandi húsnæði okkar er svo enn nóg pláss til að hýsa þann öra vöxt sem við sjáum fyrir í fyrirtækinu á næstunni. Þá hefur einnig komið til tals að við getum fært okkur yfir í stærra húsnæði hér á svæðinu ef til þess kemur,. segir Jóhann.

Þúsund lítra olíusparnaður á einum sólarhring
Búnaðurinn sem um ræðir hefur fengið nafnið ElCorrect og er á stærð við venjulega rafmagnstöflu og vegur allt að 800 kíló. Í stuttu máli kemur ElCorrect jafnvægi á rafmagn fyrirtækja sem aftur skilar gífurlegum sparnaði í orkunotkun. „Við ákveðnar aðstæður myndast miklar truflanir í rafmagni sem skila sér í aukinni  orkunotktun og á það sérstaklega við um lokaða rafgeyma með mörgum hraðabreytimóturum. Þetta er algengt í til dæmis frystiskipum, verksmiðjum með fjölda færibanda, gagnaverum og raunar í öllum fyrirtækjum með mikinn hátæknibúnað. Með því að fyrirbyggja þessar truflanir  má ná fram verulegum sparnaði ElCorrect búnaðurinn hefur nú um nokkurt skeið verið í Gnúpi GK frá Grindavík og hefur olíunotkun þess minnkað um allt að  þúsund lítrum á einum sólarhring.Miðað við olíuverðið í dag segir það sig sjálft að búnaðurinn er fljótur að borga sig upp. Í kjölfarið hefur lykilútgerðafyrirtæki á Íslandi lýst yfir áhuga á búnaðinum og er nú verið að ganga frá samningum um að það setji búnaðinn í skip sín,” segir Jóhann.

Þó innanlandsmarkaður sé HBT afar mikilvægur segir Jóhann að ElCorrect sé fyrst og fremst hugsuð til útflutnings. „Við höfum sótt um einkaleyfi á heimsvísu  og erum nú að byggja upp alþjóðlegtdreifinet. El Correct hefur þegar vakið verðskuldaða athygli og erum við nú í viðræðum við fjölmarga aðilia erlendis sem við munum svo greina frá um leið og samningar ganga í gegn,. Segir Jóhann.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga