Greinasafni: Skipulag
Kjölfestan í heilsuþorpi Ásbrúar í Reykjanesbæ

Eins og flestir þeir sem fylgjast með fréttum kunna að vita hefur Kadeco, í samstarfi við Iceland Healthcare, ákveðið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú. Sjúkrahúsið er hugsað sem kjölfesta í klasa heilsutengdra fyrirtækja sem muni draga að sér enn fleiri aðila í heilsutengdri þjónustu og styrkja  þannig grundvöll heilsuþorpsá Ásbrú.

Aðkoma Kadeco að sjúkrahúsinu hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og hafa einhverjir haldið því fram að hér sé ríkisfyrirtæki að leggja fé í uppbyggingu sem einkaaðilar njóti góðs af. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, bendir á að Kadeco mun aðeins sjá um fjármögnun endurbóta húsnæðisins, í gegn um Fasteignafélagið Seltún, og leigja það svo áfram til Iceland Healtcare. „Þegar fjármagnsmarkaðir fóru að lokast fyrir stórar fjárfestingar í byrjun árs 2008 tókum við þá ákvörðun að Kadeco myndi þróa og endurbæta eignir í meira mæli en áður hafði verið gert, með það fyrir augum að þróun svæðisins myndi ekki stöðvast. Með uppbyggingu heilsuþorps á Ásbrú er Kadeco einfaldlega að sinna sínu hlutverki um að færa svæðið í arðbær borgaraleg not með hámörkun  jákvæðra áhrifa fyrir samfélagið,“segir Kjartan.
Þar fyrir utan bendir Kjartan á að Kadeco sé í raun ekki rekið fyrir skattfé, eins og  haldið hefur verið fram, þvert á móti hafi ríkissjóður fengið nettó um tvo milljaraða króna vegna uppbyggingarinnar á Ásbrú. Kjartan segir að í því ástandi sem sjúkrahúsið sé í dag, sé virði þess neikvætt, þar sem mikill kostnaður falli til við rekstur þess án þess að af því fáist tekjur. “Endurbætur sjúkrahússins munu svo auki verðgildi annarra eigna ríkissjóðs á Ásbrú, sem skila svo leigu og sölutekjum til ríkissjóðs. Síðan er áætlað að uppbyggingin skapi um 300 nýjum störfum sem áætlað er að muni skila tæpum 300 milljónum á ári í skatttekjur,” segir Kjartan.

Fyrirhugað er að á sjúkrahúsinu verði þrjár skurðstofur og 35 legurými, þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir sem hugsaðar eru fyrir útlendinga. Kjartan segir að gera megi ráð fyrir að erlendir sjúklingar sem sækja sjúkraþjónustu utan heimalands ferðist með aðstandendum  og dvelji að jafnaði í tvær vikur eftir meðferð í endurhæfingu.“Umtalsverðar gjaldeyrisstekjur geta því skapast þessu tengt og  má ætla að árlegar rekstrartekjur af starfseminni geti numið allt að 3,5 milljörðum króna á ári og eru þá ótaldar tekjur af ferðatengdri starfsemi og þjónustu,” segir Kjartan.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga