Greinasafni: Orka
Verne Global: Kjöraðstæður fyrir miðstöð gagnavörslu á Íslandi

Gagnaver Verne Global, sem rísa mun í Ásbrú, hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu, en uppbygging þess hefur orðið fyrir talsverðum töfum að undanförnu. Ljóst má þó vera að hér er um spennandi iðnað að ræða sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður, enda sjálfbær orkuframleiðsla næg og náttúruleg kæling sömuleiðis.Lisa Rhodes, talsmaður Verne Global í Bandaríkjunum, segir að þrír lykilþættir hafi orðið til þess að Verne Global horfði til Íslands þegar kom að því að velja staðsetningu; í fyrsta lagi stöðug  og næg orka, kröftugt samgöngunet til og frá landinu og sjálbærar orkulindir. Rhodes segir að Ásbrú hafi orðið fyrir valinu ekki síst vegna nálægðar svæðisins við flugvöllinn, en viðskiptavinir fyrirtækisins utan úr heimi geti  þannig flogið á milli með mun minni fyrirhöfn. Einnig segir Rhodes að Ásbrú sé ákjósanleg staðsetning þar sem um fyrrum  herstöð sé að ræða og þar sé fyrirtækinuþví tryggður stöðugleiki og öryggi.

Talið er að um hundrað störf skapist í gagnaverinu, þar fyrir utan skapast fjöldi starfa á sjö ára byggingartíma þess og þá hefur verið bent á að afleidd störf í kjölfarið geti orðið yfir þrjú hundruð. Skatttekjur fyrirtækisins til hins opinbera hlaupa á milljörðum og raforkukaup að sama skapi gífurleg. Rhodes segir að Ísland hafi alla burði til að verða leiðandi þjóð í gagnavörslu sé haldið rétt á spilunum. “Ísland stendur nú frammi  fyrir ákveðnum áskorunum hvað uppbyggingu landsins varðar og við hjá Verne Global stöndum í þeirri trú að gagnavarsla geti spilað lykilhlutverk í þeirri uppbyggingu. Ef stutt væri við þær kjöraðstæður sem eru hér frá náttúrunnar hendi með því að skapa umhverfi sem styður gagnavörslu, sérstaklega hvað varðar skatta, lagaumhverfi og gagnaleynd, getur Ísland hæglega orðið leiðandi þjóð í að hýsa slíkan iðnað,” segir Rhodes.

Rhodes hefur góða sögu af segja af samskiptum sínum við opinbera aðila á Íslandi og þá sér í lagi Reykjanesbæ. “Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur stutt þetta verkefni statt og stöðugt. Hann sér að hér er tækifæri á að skapa nýjan iðnað sem er ekki aðeins Ásbrú og Reykjanesbæ til framdráttar, heldur Íslandi öllu. Hann hefur sýnt fram á það með því að horfa fram yfir þær efnahagsþrengingar sem nú ganga  yfir og sjá fyrir það sem handan er við hornið sé þjóðinni  hjálpað að komast á rétta braut,” segir Rhodes.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga