Greinasafni: Heilsa
Detox Jónínu Ben: Bætt heilsa, aukið þrek og orka er uppskrift að hamingjusamara lífi

   Jónína hefur aflað sér gríðarlegrar reynslu og þekkingar á þeirri aðferðafræði sem notuð er í meðferðinni, en undanfarin þrjú ár hefur hún leitt rúmlega 2.500 Íslendinga í gegnum detox meðferðina í Póllandi. Þar sem verkefnið hafði gengið vel í Póllandi segist Jónína hafa viljað færa það til Íslands. „Ég hafði raunar miklar áhyggjur af landinu mínu og atvinnuástandinu hér og vildi því nýta þá reynslu sem ég hafði aflað mér í Póllandi hér á landi. Þar sem ég vildi ekki taka lán til að opna hótelið lá beint við að horfa til Ásbrúar, enda er hér allt fyrir sem til þurfti. Okkur tókst að opna hér án einnar krónu fengna að láni og er ég því glöð yfir því að skulda ekkert.“

Fram úr björtustu vonum
„Samvinna við alla aðila hér á svæðinu hefur verið frábær og falla hugmyndir um að hér rísi heilsuþorp mjög svo að framtíðaráformum Detox. Hér vinna allir ötullega saman að því að auka verðmæti svæðisins og auka hróður þess. Fyrirhugað sjúkrahús er auðvitað stór þáttur í því og fagna ég tilkomu þess mjög. Á teikniborðinu hjá Detox eru svo áform um helmings stækkun hótelsins og jafnvel að reisa aðra meðferðarstofnun sem byggir á öðrum þáttum vanheilsu,“ segir Jónína.

Jónína segir að áhugi Íslendinga á Detox hafi farið fram úr björtustu vonum. „Nú er fullbókað frameftir öllu og erum við afar þakklát fyrir móttökurnar. Við höfum fundið alveg ótrúlegan áhuga hjá þjóðinni og má leiða líkur að því að ef fjárhagur þjóðarinnar væri betri værum við löngu sprungin hvað herbergi varðar. En það getur enginn boðið upp á þessa meðferð nema ég og mitt starfsfólk - Þekkingin er okkar og aðeins okkar. Það er ljóst að Detox er komið til að vera og það er augljóst að viðskiptavinir okkar fara ánægðir héðan því þeir koma svo aftur og aftur,“ segir Jónína.

Losnað úr lyfjavæðingunni
Detox vinnur nú að því að markaðssetja meðferðina erlendis og hefur þegar komið ár sinni vel fyrir um borð í Noregi, en þaðan streymir fjöldi viðskiptavina í Detox á Íslandi. „Svo eru önnur lönd að detta inn í gegnum markaðsfólk Icelandair og Iceland Express. Markaðssetningin gengur mjög vel, en þetta kostar auðvitað bæði tíma og peninga. Þess vegna tökum við eitt skref í einu og stígum varlega til jarðar,“ segir Jónína. 

 Fyrir utan gjaldeyristekjur ogatvinnusköpun felst þjóðfélagslegur ágóði Detox vitaskuld í  bættri heilsu þjóðarinnar. „Við erum að hjálpa fólki að losna við fjölda lífsstílssjúkóma, grenna sig og ná orkunni sinni í lag. Öll lyfjanotkun minnkar gríðarlega eftir svona meðferð og þann breytta lífstíl sem henni fylgir. Við erum því að spara ríkinu hundruð milljóna á ári hverju. Í nánu samstarfi við læknastéttina munum við nú vinna að því að rannsaka hvaða áhrif meðferðin hefur á margvíslega þætti heilsufars fólks. Þetta er rannsókn sem ég hlakka til að veifa framan í alþjóðasamfélagið sem virðist fast í lyfjavæðingunni,“ segir Jónína.

Detox ehf.
Lindarbraut 634, 235 Reykjanesbær.
Sími 512-8040.
detox@detox.is
www.detox.is/


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga