Greinasafni: Skipulag
Gólflausnir Malland: Ekki bara gólfefni

Gólflausnir Malland hefur sérhæft sig í hvers konar gólfefnum undanfarin 30 ár, en fyrirtækið einskorðar sig þó síður en svo við lagningu gólfefna því fyrirtækið býður meðal annars upp á einstök bónlaus hreinsikerfi fyrir flestöll gólfefni ásamt öryggisyfirborði sem sjá má bæði við leikskóla og sundlaugar. 

Þarf aldrei að bóna aftur


I-Vax viðhaldskerfið samanstendur af tveimur hreinsiefnum sem notuð eru í daglegum  þrifum og koma alfarið í stað sápu og bóns. Kristinn F. Sigurharðarson , framkvæmdastjóri Gólflausna Mallands, segir að með Ivax viðhaldskerfinu megi ná fram umtalsverðum sparnaði fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Með því að útrýma bóni og bónleysingum er hægt að koma í veg fyrir það rask sem óhjákvæmilega hlýst af þeirri aðgerð. Það er til dæmis alls ekki óþekkt að loka þurfi fyrirtækjum eða einstökum deildum þeirra um einhvern tíma á meðan bónleyst og bónað er. Með því að skipta yfir í I-Vax viðhaldskerfið er hægt að koma í veg fyrir það og þar fyrir utan er það tíu sinnum ódýrara og laust við allar eiturgufur,“ segir Kristinn, en I-Vax vörurnar eru Svansmerktar.

I-Vax er blandað í vatn og borið á með annað hvort moppu eða skúringavél. I-Vax má nota á hvaða undirlag sem er, hvort sem það eru flísar, dúkar eða parket. Til merkis um ágæti I-Vax viðhaldskerfisins má nefna að Háskólinn í Reykjavík notast eingöngu við það í byggingu sinni í Nauthólsvík sem var opnuð fyrir skemmstu. Landsspítalinn og Fasteignir Hafnarfjarðar hafa einnig notast við I-Vax kerfið ásamt mörgum öðrum.

 

 Öryggisyfirborð fyrir allt að þriggja metra falli.
Gólflausnir Malland hefur einnig sérhæft sig á undanförnum árum í lagningu sérstaks öryggisyfirborðs  og telur Kristinn að fyrirtækið hafi þegar lagt á milli átta og tíu þúsund fermetra af því víðsvegar um landið. Gólflausnir Malland er í samstarfi við breksa fyrirtækið Playtop, sem er einn stærsti framleiðandi öryggisyfirborðsefna í heiminum. Efnið sem um ræðir er höggdeyfandi yfirborð sem hugsað er fyrir leikvelli og er hannað í þeim tilgangi að draga úr meiðslum barna sem kunna að verða fyrir óhöppum við leik. 

Gólflausnir Malland hefur þó ekki aðeins lagt efnið á leikvelli því fyrirtækið hefur séð um að klæða vaðlaugar og umhverfi þeirra og sundlauga með öryggisyfirborðsefni. Þeir sundkennarar sem starfa við sundkennslu í laugum með Playtop umhverfi staðhæfa að meiðsli barna hafi gjörsamlega horfið eftir að öryggisyfirborðið var sett í stað flísa. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis og hafa aðilar frá Playtop lýst yfir áhuga á þessari lausn, en Kristinn segir Playtop vera einn besta samstarfsaðila sem hann hafi kynnst á starsferli sínum. Það sést meðal annars á því að Playtop hefur tekið það

upp á sitt einsdæmi að þýða allar upplýsingar um vörur sínar yfir á íslensku, bæði á heimasíðu sinni www.playtop.com og í kynningar- og tæknibæklingum.

Gólflausnir Malland vinnur  alla lagningu öryggisyfirborðsinssamkvæmt stöðlum sem  settir eru af Evrópusambandinu og segist Kristinn ekki vera í nokkrum vafa um að innan tíðar verði allir leikskólar komnir með öryggisyfirborð undir leiktækin. Staðlar Evrópusambandsins kveða á um að fallhæð úr leiktækjum ákvarði þykktina á efninu. Kristinn segir að einhver brögð séu á því hvort menn fylgi þessu stöðlum, en það geti á endanum orðið til þess að rífa þurfi efnið upp aftur með tilheyrandi kostnaði eða hreinlega að stöðum með ófullnægjandi öryggisyfirborð verði lokað. Öryggisyfirborðið er umhverfisvænna en mörg önnur efni þar sem undirlag þess er samansett úr tættum vörubílahjólbörðum sem ellegar væru urðaðir eða brenndir. Yfirlagið er svo úr unnu gúmmíi sem hægt er að fá í öllum litum regnbogans.

Bakteríulaus gólfefni
Öll gólf- og veggefni Gólflausna Mallands er hægt að fá með bakteríuvörn sem lágmarkar dreifingu baktería þegar gengið er um gólfin. Vörnin heitir BioCote og byggir á svonefndri „silver ion antimicrobial technology“ en í stuttu máli þá er sett silfur í gólfefnin með nanótækni sem myndar þannig innbyggða vörn gegn bakteríu-, sveppa- og mygluvexti. Kristinn segir þetta marki byltingu fyrir þá sem starfa í matvælaiðnaði, íþróttahúsum, sundlaugum, heilbrigðisstofnunum og öðrum geirum þar sem hreinlæti skiptir sköpum. „Efnið drepur allar bakteríur og veldur engum skaða því efnið blæðir aldrei úr gólfefninu. Þetta skilar sér ótvírætt í lægri þrifakostnaði og svo bættu öryggi fyrir vinnustaði sem eru viðkvæmir fyrir bakteríusmiti.  Að sama skapi eru gólfefni með BioCote vitaskuld dýrari, en við bjóðum alltaf báða kostina þegar við gerum tilboð í verk á slíka staði. Þá þykja sumum freistandi að taka ódýrari kostinn, en ef málið er hugsað aðeins lengra sjá menn að BioCote skilar sér margfalt á endanum,“ segir Kristinn.  


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga