Greinasafni: Skipulag
VSÓ Ráðgjöf: Vinnum að grænni framtíð

Með umhverfisstjórnun er greint með markvissum hætti hvaða þættir í rekstri fyrirtækja hafa mest áhrif á umhverfið og fundnar leiðir til að stýra þeim á öruggan og hagkvæman hátt, m.a. með fyrirbyggjandi aðgerðum í innkaupum og vali birgja en jafnframt tæknilegum lausnum s.s. mengunarvörnum. Augum stjórnenda er þannig beint að mikilvægustu umhverfismálunum og öll verkefni umhverfisstjórnunar síðan skilgreind í framkvæmdaáætlun sem lögð er til grundvallar og skilgreinir  mælanleg markmið einstakraþátta.
Með umhverfisstjórnun eru auknar kröfur viðskiptavina, hagsmunaaðila og stjórnvalda meðhöndlaðar í vel skilgreindum farvegi þannig að trygging er fyrir því að þeim verði mætt. Tveir af mikilvægum þáttum umhverfistjórnunar er vinna við áhættugreiningar og við stefnumótun í umhverfismálum. Mörg fyrirtæki og samtök hafa séð sér hag í því að vinna slíka stefnumótun án þess að ganga svo langt að setja upp vottunarhæft umhverfisstjórnunarkerfi. 

Sérfræðingar VSÓ Ráðgjafar hafa mikla reynslu í uppbyggingu umhverfisstjórnunarkerfa. Á vettvangi umhverfismála er lögð áhersla á tillitssemi við umhverfið í öllum verkefnum, s.s. á sviði skipulagsmála, hönnunar, mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfisstjórnunar. ,,Við nálgumst umhverfismálin  á fjölbreyttan hátt,” segir Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf. ,,Við sinnum því stærsta og því smæsta og komum víða við. Mat á umhverfisáhrifum er stór þáttur í öllum stærri framkvæmdum og þar höfum við mikla reynslu. En það sem er nýtt er að gera þarf mat á umhverfisáhrifum áætlana og þar erum við líka í fararbroddi því við gerðum  mat á fyrstu landsáætluninni, Samgönguáætlun og vorum byrjuð áður en lög þar að lútandi tóku gildi. Nú erum við líka farin að huga sérstaklega að því hvernig umhverfismálin koma út í skipulagi sveitarfélaga. Okkar nálgun við umhverfismálin er að hafa þau með sem víðast og við förum býsna víða. 

Ég get nefnt sem dæmi að einn mikilvægasti iðnaðurinn, ferðamálaiðnaðurinn byggir á bæði upplifun ferðamannsins og umhverfi. Við höfum í því sambandi búið til tvö verkefni kringum annars vegar ferðamannavegi og hins vegar smávegagerð á hálendinu. Ferðamenn hafa aðrar þarfir, til dæmis fyrir útsýni og upplifun. Það er hægt að skipuleggja vegina með þetta í huga. Þá eru margir slóðar á hálendinu sem þarfnast viðhalds og áhugasamtök sinna því gjarnan en þurfa kannski leiðbeininga við. Með svona verkefnum teljum við okkur vera að vinna bæði umhverfi og atvinnulífi gagn.”

Dagsbirtan er umhverfismál
Vistvæn mannvirkjagerð er að byggingaaðferðir og byggingaefni sem vinnur gegn skaðlegum umhverfisáhrifum í nærumhverfi mannvirkisins. Orkuframleiðsla í dag er umtalsverður mengunarvaldur víða um heim en hérlendis er þetta ekki vandamál þar sem á Íslandi er orkan að mestu vistvæn. Sverrir Bollason segir að spyrja megi við hönnun og byggingu hvort verið sé að nota óþarflega mikla steypu, málningu sem eitrar andrúmsloftið þegar hægt er að velja mildara efni, eru gólfefni nógu vistvæn og gefa jafnvel frá sér einhverjar eiturgufur eða hvort verið sé að velja timbur úr ósjálfbærum skógum. Lágmarkskröfur í byggingareglugerð miða m.a. að því að vernda heilsu fólks og að endurnýjun lofts gegnum loftræstikerfi sé í einhverju ákveðnum staðli, og hægt sé að  stýra því betur.,,Einnig þarf að gæta að því að nóg sé af dagsbirtu í vistvænu húsnæði, en næg dagsbirta í vinnurýmum hefur góð áhrif á líðan og heilsu fólks en í dag gefur tæknin  möguleika á að flytja dagsbirtu í miðrými húsa með filteringu. Það þarf að gæta að aðföngum í húsið, bæði á  byggingatímanum og rekstrartímanum, t.d. að vatnsnotkunsé ekki óþarflega mikil og að á staðnum sé strax aðstaða til þess að flokka úrgang af öllu tagi. Það þarf líka að huga að staðsetningu húsa, og nýta vannýtt iðnaðarsvæði fremur en óhreyfð svæði sé þess einhver kostur.”

- Byggjum við á Íslandi óþarflega flott og jafnvel óþarflega traust, jafnvel með tilliti til jarðskjálfta?

,,Stundum er það þannig að byggt er óþarflega fínt, en þróunin í steinsteypu og hönnun hefur gert okkur mögulegt að ná ótrúlega miklu burðarþoli miðað við það sem áður þekktist. Ég er viss um að byggingaraðilar munu þurfa að skoða vandlega sínar byggingaaðferðir með tilliti til kostnaðar á næstu árum. Ekki er  víst að markaður séu fyrir þaumiklu gæði sem byggt hefur verið á að undanförnu.” 

Vistbyggðaráð
Vistvæn byggð og vettvangur um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á sér stöðugt meira  fylgi. Fyrir skömmu voru stofnuð  samtök um vistvæna byggð sem nefnast Vistbyggðaráð. Þetta eruregnhlífasamtök eða fagfélag fyrir viðkomandi aðila til að koma  saman og leggja línurnar um hvaðgeti kallast viðurkenndar aðferðir  í vistvænu umhverfi. Að stofnuninni komu um 30 fyrirtæki. Á heimsvísu eru það svonefnd Green Building Councils í hverju landi sem leiða umræðuna meðal opinberra aðila og fagfólks. Með stofnun Vistvænnar byggðar mun Ísland eignast slíkan vettvang til að koma umhverfismálunum í framkvæmd í íslenska mannvirkjaiðnaðnum. Í Vistvænni byggð koma þeir saman sem  hafa áhuga á að móta framtíðina, til þess að velja réttar leiðir að markinu og leiða umræðuna með virkri þátttöku, s.s. verkfræðingar, arkitektar, húsasmiðir, fasteignafélög, orkufyrirtæki, sveitarfélög o.fl. Sambærileg þróun á sér stað á hinum Norðurlöndunum, og reyndar víða um heim, en það verður stöðugt fleirum ljóst að mannvirki duga lengur ef sjálfbærni og vistvæn viðhorf fá að njóta sín allt frá hönnun til þess að byggingin er tekin í notkun.

Í heiminum eru fyrst og fremst tvö matskerfi í notkun, LEED og BREEAM, en víða í heiminum fer fram þróun á þessum kerfum sem er þá oftast byggð á aðstæðum hvers lands. Matskerfin fjalla meira um aðferðir en útkomur. ,, Það er að svo mörgu að hyggja svo bygging verði umhverfisvæn. Þess vegna eru þessi  matskerfi svona vinsæl, þau setja manni rammann sem fylla á út í. Við höfum tekið þessa þróun mjög föstum tökum og höfum því hjá okkur vottaðan úttektarmann í BREEAM kerfinu. Svo erum við virkir þátttakendur í hinu nýstofnaða Vistbyggðaráði, þar sem ég er stjórnarmaður. Í samræmi við það beitir VSÓ Ráðgjöf sér fyrir nýsköpun og rannsóknum í umhverfismálum og er að innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi og vottun en fyrir hefur fyrirtækið ISO 9001 vottun.”

Byggingavaktin
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu koma til með að halda að sér höndum á þessu ári og því næsta með framboð á nýjum byggingarlóðum og skipulag nýrra hverfa. Offramboð á fasteignamarkaðnum  og kreppan hafa gertþað að verkum að þúsundir íbúða og lóða standa ón taðar, mismunandi eftir sveitarfélögum. Talið er að um 3.000 íbúðir séu í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og þar af 1.900 sem eru langt komnar og nánast tilbúnar til notkunar, samkvæmt nýlegri samantekt VSÓ Ráðgjafar. Séu sérbýli og önnur  einbýlishús dregin frá, sem fólkhefur byggt sér sjálft, er fjöldi íbúðanna um 1.500. Til viðbótar er talið að um 4.000 lóðir séu nær tilbúnar til framkvæmda, bæði á vegum sveitarfélaga og einkaaðila, en fjölmörgum lóðum hefur verið skilað eftir bankahrunið. Til að svara nýliðun og eftirspurn  á höfuðborgarsvæðinu er talið að þurfi um 1.400 íbúðir en sú tala gæti lækkað verulega þar sem algjört frost hefur verið á fasteignamarkaðnum og lítið um nýframkvæmdir. 

Gerð áætlana um viðhald og rekstur eigna er mikilvægur þáttur í því að halda verðgildi eigna stöðugu á hagkvæman hátt. Áætlanirnar segja fyrir um hvenær grípa skal til viðeigandi aðgerða á markvissan hátt þannig að tilkostnaður verði sem minnstur. Þær segja ennfremur fyrir um hve miklu fjármagni þurfi að verja til viðhalds á eigninni á hverjum tíma. VSÓ Ráðgjöf í Borgartúni 20 hefur á að skipa sérfræðingum og búnaði til að gera langtíma- og skammtíma áætlanir um viðhald og rekstur eigna með ofangreind markmið að leiðarljósi, s.s. verkfræðinga, hagfræðinga og skipulagsfræðinga sem nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki sem vinnur að umhverfisráðgjöf og mannlega þættinum út frá ýmsum verkefnum. 

Sverrir Bollason segir að þetta ástand hafi beint sjónum forráðamanna sveitarfélaganna í auknu mæli að því með hvaða hætti er skipulagt. ,,Endurmat á ýmsum gildum samfélagsins eftir bankahrunið hefur líka gert sveitarfélögum kleift að huga að öðrum þáttum. Kópavogur hefur t.d stefnt að því að gera aðgengi mögulegt að Þríhnúkagíg. VSÓ Ráðgjöf hefur unnið frumathugun á mögulegu aðgengi Þríhnúkagígs frá árinu 2004 og lauk þeirri vinnu í nóvember 2009. ,,Á hjólreiðar hefur í skipulagi sveitarfélagannafyrst og fremst verið horft á sem afþreyingu en með hækkandi  bensínverði og meiri vitund um umhverfismál er farið að líta á hjólreiðar sem valkost sem samgöngutæki. Við höfum m.a. verið að skoða hönnunarþætti hjólreiðastíga,  hvar þeir eiga að vera og við hvaða almennu útfærslur eigi að styðjast.”

- Nokkur vakning hefur verið í umhverfismálum og vistvænni þróun nú þegar við búum við efnahagskreppu. Telurðu að þegar hjól atvinnulífsins fara aftur að snúast að aðilar t.d. byggingaiðnaðinum verði þá fráhverfari þeirri stefnu almennt?

,,Ég á alls ekki von á því, en nú er umhverfisstjórnun yngsti póllinn í stjórnun. Það hefur orðið varanleg hugarfarsbreyting í þessum efnum þannig að það verður  ekki horfið til baka, ekki frekar ent.d. fólk hætti að nota bílbelti. Það er ekki lengur notað asbest í einangrun, skipamálning á veggjum o.fl. en eftir um 10 ár tölum við ekki svo mikið um umhverfismál sérstaklega, það verður talið svo sjálfsagt og hluti af daglegu lífi. Aðalatriðið er að umhverfismálin eiga alls staðar við og geta skapað betri útkomu fyrir alla með betri  rekstrarafkomu,” segir Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur.

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga