H.G. Dráttarbílar flytja og hífa allt frá þungavinnuvélum til sumarhúsa

H.G. Dráttarbílar hafa yfir þrettán ára reynslu í hvers kyns hífingum og þungaflutningum. Fyrirtækið býr yfir öflugum tækjakosti sem híft getur og flutt allt að áttatíu tonnum.

Heiðar Gottskálksson, forstjóri H.G. Dráttarbíla, segir að  fyrirtækið sé í stakk búið til aðleysa hérumbil hvaða verkefni sem komið sé með inn á borð fyrirtækisins. „Við höfum til dæmis séð um hífingar á rúðum, bátum, vinnuskúrum, flekamótum og gámum. Þá höfum við séð um flutninga á vinnuvélum, sumarhúsum,  timbri, gámum og byggingarkrönum.

Hvað varðar byggingarkrana, þá sjáum við í raun um allt ferlið í kring um þá, en við bæði tökum kranann niður og setjum hann upp aftur. En við reynum auðvitað að leysa öll þau verkefni sem okkur berast og má þannig til gamans nefna að við sáum nýverið um að flytja stærðarinnar þyrlu fyrir Danska sendiráðið,“ segir Heiðar.

Á meðal þeirra tækja sem H.G. Dráttarbílar hafa yfir að ráða er kranabíll með 80 tonnmetra krana og 80 tonna heildarburðargetu með vélarvagni. Heiðar segir fáa  aðra vera með stærri krana, en kraninn getur lyft 15 tonnum ef hluturinn sem lyfta skal er við hlið bílsins. Eðli málsins samkvæmt minnkar lyftigetan því fjær sem hluturinn er, en kraninn lyftir 3,3 tonnum í 18 metra fjarlægð. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða  dráttarbíl, tveimur vélarvögnum (einn fjögurra öxla með dolly og annar þriggja öxla), malarvagni og flatvagni.

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga