Gríðarlegur sparnaður í Greiðsluseðlakerfi

Mestur hluti sölureikninga hjá fyrirtækjum er innheimtur  beint í gegnum netbanka. Mikil vinna fer í útgáfu reikninga og bókun innborgana getur verið flókin og tímafrek. Það er því mikilvægt að hagræða í þessum þætti starfseminnar. Land og Saga fékk Gunnar Óskarsson, rekstrarhagfræðings og sérfræðings í nýtingu upplýsingakerfa til að skýra út þær leiðir sem kaupendum Sage Pastel bókhaldskerfanna standa til boða og hvaða ávinningi þau skila.

“Mikilvægasta kerfið og það sem skilar langflestum viðskiptavinum augljósum ávinningi er greiðsluseðlakerfi, en það er sérhannað fyrir íslenska notendur. Kerfið uppfyllir tvær mikilvægar þarfir,  prentar og gefur út greiðsluseðla og bókar innborganir sjálfvirkt. Kerfið stendur til boða í tveimur útgáfum, annars vegar kerfi sem einungis gefur út greiðsluseðla og hins vegar kerfi sem býður jafnframt uppá sjálfvirka bókun innborgana. Útgáfa greiðsluseðla ein og sér flýtir fyrir innheimtu reikninga, sparar tíma og gefur fyrirtækinu faglegt yfirbragð.”

Gunnar tók dæmi um fyrirtæki sem gefur einungis út 25 reikninga á mánuði skilar kerfinu að fullu til baka fyrir utan mikinn sparnað í bókhaldsvinnu við bókun innborgana. Algengt verð fyrir útgáfu  greiðsluseðla í banka er um 400 kr., en það eitt og sér sparar um 120.000 krónur á ári. Þessi kostnaður er ekki mjög sýnilegur og gera stjórnendur fyrirtækja sér ekki endilega grein fyrir sparnaðinum. Í þessu samhengi skiptir ekki máli hvort svokallað seðilgjald sé innheimt hjá viðskiptavininum eða ekki, því það sjálfstæð ákvörðun og algjörlega óháð þeim kostnaði sem fyrirtækið getur sparað.

“Um daginn átti ég samtal við aðila sem rekur verkstæði og sagðist einungis vera með litla starfsemi. Hann gefur engu að síður út um 20 reikninga á viku og getur sparað yfir 400.000 krónur á ári. Hann bókar innborganirnar sjálfur og sagði það flókna vinnu sem tæki nokkra tugi klukkutíma á mánuði, en hver innborgun samanstendur af allt að 6 færslum (innborgun viðskiptamanns, greiðsla inn á banka, seðilgjald, dráttarvextir, kostnaður og fjármagnstekjuskattur). Fyrir utan alla vinnuna sem fer í þetta skapar svo flókin bókhaldsvinna mikla villuhættu og getur afstemming bankareikninga tekið ótrúlega langan tíma.” Aðspurður um sparnaði í bókhaldsvinnu nefndi Gunnar “ef við gefum okkur að aðilinn reikni sér einungis 2.000 kr. á klst fyrir bókhaldsvinnuna, getur það engu að  síður verið nokkur hundruð þúsund krónur á ári.” Það er því til mikils að vinna sagði Gunnar að lokum.

Nánari upplýsingar um greiðslu og bókhaldskerfin. www.interland.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga