Greinasafni: Arkitektar
Úr dagbók verkfræðings

Einn af elstu og örugglega einn af skemmtilegustu verkfræðingum sem við Íslendingar eigum er Prófessor Einar B. Pálsson. Öll umræða við Einar um verkfræði tvinnast strax saman við samfélagið í stærra samhengi og þá sér í lagi tónlist  og eftir stuttan tíma verðurljóst að það er fátt hægt að hugsa sér skemmtilegra og meira skapandi en að starfa sem verkfræðingur.

Kennsla, tilraunir, samskipti við presta, börn og byggingarverktaka. Allt mótar þetta daglegt starfsumhverfi og vinnulag margra starfstétta og ekki skal  hér fullyrt að öðrum en verkfræðingum sé meinuð hamingja í lífinu.Reyndar hefur borið nokkuð á því að „ekki - verkfræðingar“ skilji ekki hamingju okkar til fulls og halda að við séu stærðfræðitrúar reglugerðargæðingar án áhuga á hönnun og höfundarrétt.

Nú er smekkur manna misjafn en til að gefa innsýn í daglegt líf verða hér sýndar nokkrar svipmyndir og getur þá hver metið fyrir sig. Annars vegar er um  form- og hönnunarrannsóknir burðarvirkja að ræða. Fyrstu myndirnar sýna módelrannsóknir við Staedel listaháskólann í Frankfurt sem urðu kveikja að burðarkonsepti skúlptúrs sem reis við Norræna Húsið sl. Sumar í samstarfi við SHIFT Architects og sér í lagi Arnald Schram.

Gler og íslenska krónan eiga það sameiginlegt að hvort tveggja eru hlutir sem hafa verið notaðir í óhófi og af sannfærandi vanþekkingu undanfarin ár. Ef svartir X5 eru bílar kreppunnar þá er gler byggingarefnið í sama flokki. Sem sagt verkfræðingar og gler. Þegar verkfræðingar hugsa um gler  þá sjá þeir t.d. sólhlíf líkt og viðhönnun Húss íslenskra fræða eða handrið sem standast þurfa þennan vaska fótboltahóp frá Akureyri. Neðstu myndirnar sýna inngang í neðanjarðarlest í London teiknaða af Norman Foster. London Underground lét framkvæma tilraunir  í Þýskalandi á burðargetu glersins, einnig í brotnu ástandi. Þýska borgin þar sem glerin voru prófuð var Darmstadt. Þar var Einar sem ungur verkfræðinemi í kringum 1930. Af hverju Darmstadt?  Nú þar var besta óperulíf íEvrópu! Höfundur er hamingjusamur verkfræðingur á Almennu Verkfræðistofunni. Módlemyndir eftir : Yang Zhenyuan, Martin  Schrot,Kristina Madsen Fótboltakempur: af vef Glerárskóla

Sigurður Gunnarsson


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga