Frá útgefanda - Næst kemur ferðablað út á íslensku um miðjan júlí og á ensku í byrjun júlí.
Einar ThorsteinssonFegurð Íslands er óumdeild og ferðaþjónustan á eftir að blómstra sem aldrei fyrr. Náttúruhamfarir geta auðvitað sett strik í reikninginn og hafa gert það nú þegar. En Íslendingar eru fljótir að ná sér á strik og missa seint móðinn. Efni þessa blaðs sýnir svo ekki verður um villst að ævintýrin gerast á Íslandi, hvort sem er á hálendi eða láglendi. Sveitarfélög út um allt land hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp ferðaþjónustu í héraði, efla menningarstarfsemi og gera náttúruna þannig úr garði að hægt sé að njóta hennar úr návígi.

Við hjá Landi og Sögu höfum markvisst unnið að því að vekja athygli á náttúruperlunni Íslandi og möguleikum fólks til að ferðast og njóta. Þetta er fjórða sumarið sem Land og Saga gefur út blöð á íslensku en einnig hafa verið gefin út ferðablöð á ensku. Næst kemur ferðablað út á íslensku um miðjan júlí og á ensku í byrjun júlí. Blöðin eru gefin út í mjög stóru upplagi, þannig að meiri líkur en minni eru á að þau nái til sem flestra.Það er okkar einlæga von að fólk kunni að meta útgáfu sem þessa og geti nýtt sér upplýsingarnar í blaðinu til skemmtunar og fróðleiks á ferðalögum í sumar. Við höfum orðið þess áskynja að í okkar blöðum uppgötvar fólk ótal möguleika til afþreyingar bæði í ferðum, menningu og listum, möguleika sem það hafði ekki hugmynd um að væru til.

Einar  Þoorsteinn Þorsteinsson
Skoðið öll 4.tbl af Icelandic Times á netinu hér 
Ný útgáfa 4.tbl. í byrjun júli 2010

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga