Greinasafni: Hótel og gisting
Hótel Keilir - Persónuleg þjónusta í hjarta KeflavíkurVilji maður þægilega gistingu á leið sinni um Suðurnesin þar sem manni er að auki boðið upp á góða þjónustu er Hótel Keilir kjörinn kostur. Hótelið stendur við aðalgötu Keflavíkur, Hafnargötu, sem þýðir að stutt er í allar nauðsynjar, og er rekið af fjölskyldu sem kappkostar að uppfylla allar óskir gesta sinna.

  • Bryndís Þorsteinsdóttir hótelstýra.
Hótel Keilir er rekið af hjónunum Bryndísi Þorsteinsdóttur og Ragnari Jóni Skúlasyni ásamt sonum þeirra, Þorsteini, Ragnari og Styrmi. „Maðurinn minn byggði þetta hús upprunalega og svo mætti segja að við höfum byggt starfsemina alveg upp frá grunni á eigin spýtur,“ segir Bryndís. Þetta er fjórða sumarið sem Keilir rekur starfsemi sína en hótelið hefur að geyma 40 herbergi, allt frá eins manns herbergjum til 5-6 manna herbergja. Öll herbergin eru afar vandlega útbúin, nýtískuleg, björt og rúmgóð. Sum þeirra hafa einnig gott útsýni yfir sjóinn sem liggur bakvið Hótel Keili. Auk þess má finna hótelbarinn Flexbar, ráðstefnusal, bílakjallara og vel búna móttöku innan veggja hótelsins.

„Við höfum orðið vör við þann misskilning að fólk haldi að við séum staðsett við flugvöllinn þegar raunin er sú að við erum alveg í hjarta Keflavíkur þar sem maður getur fundið allt sem mann lystir, veitingahús, bari, bíó og sundlaug, hefur útsýni yfir Bergið og getur gengið hér meðfram fallegu strandlengjunni,“ segir Bryndís.

„Okkar markmið er að fólki líði vel hjá okkur, að því líði eins og heima hjá sér og upplifi þannig það notalega umhverfi sem við bjóðum upp á. Við leggjum okkur í líma við að hjálpa fólki við hvað sem þarf, hvort sem um er að ræða fundarhöld, ferðir eða afþreyingu. Ef að hópa vantar til dæmis meira salarpláss en við höfum upp á að bjóða þá förum við í samvinnu við það góða fólk og fyrirtæki sem eru á svæðinu til að auka úrvalið fyrir gesti okkar,“ segir Bryndís.

Hún bendir á að herbergi þeirra séu af öllum stærðum og gerðum og sum þeirra tilvalin fyrir fjölskyldur sem eru að ferðast um svæðið, svo rúmgóð séu herbergin. Einnig býður hótelið þeim sem eru að ferðast til annarra landa frá Keflavíkurflugvelli upp á að notfæra sér bílageymslu hótelsins, akstur til og frá flugvellinum og fleira.

Hótel Keilir er því kjörið til næturdvalar hvort sem leiðin liggur út í lönd eða einfaldlega í ferð um Reykjanesið með fjölskylduna.

Nánari upplýsingar má finna á www.hotelkeilir.is
og í síma 420 9800.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga