Greinasafni: Sveitarfélög
Ævintýri í Reykjanesbæ

Reykjanesbæjar hefur gefið út ævintýrakort sem hefur að geyma upplýsingar um skemmtilega afþreyingu fyrir fjölskylduna og ferðamenn í sumar. Kortið er sett upp á skemmtilegan hátt sem goggur og geta því börn og fjölskyldur þeirra brugðið á leik og valið þannig hvað skal skoðað í heimsókn í Reykjanesbæ.

Að sögn Dagnýjar Gísladóttir kynningarstjóra Reykjanesbæjar er markmið með útgáfunni að draga fram það helsta sem í boði er fyrir barnafólk í bæjarfélaginu og áhersla lögð á ódýra eða ókeypis afþreyingu.
“Reykjanesbær eru góður kostur fyrir fjölskyldur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, enda stutt að fara suður í helgarrúnt og þægilegt eftir tvöföldum Reykjanesbrautarinnar. Við leggjum áherslu á afþreyingu sem hentar fjölskyldunni allri og kostar lítið,“ segir Dagný. 

"Þar má nefna söfnin okkar sem eru orðin fjölmörg en aðgangur er ókeypis á söfnin auk þess sem börn fá frítt í sund í Reykjanesbæ. Það hafa því margir nýtt sér Vatnaveröldina - fjölskyldusundlaugina okkar sem er sérlega hentug fyrir yngstu kynslóðina. Ekki má gleyma Skessunni í hellinum sem tekur ævinlega vel á móti börnum, enda vita meinlaus.“ Við hellinn byrjar ný 10 metra gönguleið meðfram strandlengjunni í bænum sem hefur verið vörðuð ýmsum fróðleik um sögu, dýralíf og jarðfræði á leiðinni. Þess að auki eru ýmsir skemmtilegir möguleika til útivistar og hreyfingar, svo sem sumir flottustu útikörfuboltavellir landsins, skemmtileg útivistarsvæði, dorg á bryggjunni svo eitthvað sé nefnt. 

Meðal þess sem ævintýrakortið hefur að geyma eru upplýsingar um Duushúsin sem eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar en í sumar má sjá þar sýninguna Efnaskipti sem er liður í Listahátíð í Reykjavík í ár. Þar má finna sýningu á bátasafni Gríms Karlssonar sem hefur að geyma yfir 100 líkön auk sýningar Byggðasafnsins Vallarins sem fjallar um fyrrum nágranna bæjarins á Miðnesheiðinni, handan girðingar. Í Bíósal Duushúsa má þess að auki finna verk úr safneign. Reglulega er boðið upp á tónleika og uppákomur í Duushúsum en þar er jafnframt hægt að fá sér kaffi með skemmtilegt útsýni yfir smábátahöfnina í Ævintýri í Reykjanesbæ Keflavík. 

„Víkingaheimar eru ný viðbót í safnaflóru svæðisins en þar er víkingaskipið Íslendingur í öndvegi og safngripir úr sýningu Smithsonian safnsins: Vikings- The North Atlantic Saga. Þar hefur nú verið sett upp skemmtilegur landnámsdýragarður með hænum, kanínum, kálfum, geitum og lömbum svo eitthvað sé nefnt. Það er frítt inn í garðinn og verður hann opinn i allt sumar. Í Víkingaheimum má jafnframt sjá sýningu frá fornleifauppgreftri við landnámsskálann í Höfnum sem talinn er vera frá því um 900. 

„Í Reykjanesbæ er jafnan margt um að vera, mikið líf er í bænum. Hafnargata og Njarðarbraut eru aðal þjónustu- og verslunargötur bæjarins og mynda saman “lífæð” bæjarins. Við lífæðina eru góð veitingahús, tugir verslana, sjálfstæðir sýningarsalir, hótel, tónlistarog ráðstefnuhús, skemmtistaðir og gott kvikmyndahús. Þaðan er einnig hægt að komast í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og læra köfun. 

Í Gróf má finna skessuhellinn sem vinsæll er hjá börnum og Duushús, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar með sýningum Listasafns Reykjanesbæjar, Byggðasafns Reykjanesbæjar og bátasafni Gríms Karlssonar sem hefur að geyma yfir 100 bátalíkön. Aðgangseyrir er enginn. Reykjanesbær hefur að geyma fjölda safna og má þar nefna Víkingaheima sem hefur að geyma víkingaskipið Íslending og hluti úr sýningi Smithsonian safnsins: Vikings- The North Atlantic Saga. Þar má einnig sjá sýningu frá fornleifauppgreftri í Höfnum þar sem finna má landnámsskála sem talinn er vera með þeim elstu á Íslandi og ekki má gleyma nýjum landnámsdýragarði fyrir börnin þar sem m.a. má finna kálfa, lömb og kiðlinga. Tilvalið er að ljúka heimsókn í Reykjanesbæ í bestu barnalaug landsins, Vatnaveröld sem er yfirbyggður sundleikjagarður fyrir fjölskylduna. Það er frítt í sund fyrir börn í Reyfkjanesbæ. 

Hin margrómaða Ljósanótt 
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar hefur skipað sér sess meðal landsmanna en Ljósanótt er haldin hátíðleg fyrstu helgina í september ár hvert. „Hátíðin er með þeim stærstu sem haldnar eru á landinu og verður dagskrá hennar sífellt viðameiri með hverju árinu sem líður. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Ljósanótt þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá frá fimmtudegi fram til sunnudags. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardeginum þegar bæjarbúar og fjöldi gesta koma saman til að fagna því þegar ljósin á Berginu eru tendruð og flugeldum skotið á loft. 

Nánari upplýsingar um dagskrá Ljósanætur og tímasetningar er að finna á upplýsingavef hátíðarinnar www.ljosanott.is


Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga