Greinasafni: Veitingar
Lava Veitingastaður Bláa Lónsins


Veitingastaður Bláa Lónsins veitir veitingagestum einstaka upplifun. Staðurinn er byggður inn í hraunvegginn er umlykur Bláa Lónið - matargestir njóta jafnframt útsýnis yfir Bláa Lónið. Matseðillinn byggir á fersku íslensku hráefni en er þó með alþjóðlegum blæ. Ferskt sjávarfang skipar mikilvægan sess á matseðlinum. Nálægð við sjávarútvegsbæinn Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi, beint af bryggjunni. 

Hádegishlaðborð er í boði alla daga. Sjávarfang, kjöt, grænmeti og nýbakað brauð er í boði á degi hverjum. Íslensk kjötsúpa er einn vinsælasti rétturinn á hlaðborðinu, bæði á meðal innlendra og erlendra gesta. Góður eftirréttur fullkomnar máltíðina en skyr og rabarbara-eftirréttir eru í boði. Fyrir þá sem ekki geta valið á milli má einfaldlega njóta beggja . 

Fyrir þá sem eru að leita að uppskrift að hinum fullkomna degi þá er óhætt að mæla með degi í Bláa Lóninu og jafnvel góðu dekri sem felst í nuddi eða spa meðferð sem fram fer í lóninu sjálfu. Í Betri stofu Bláa Lónsins er boðið upp á einkaklefa auk þess gestir hafa aðgang að hlýlegri arinstofu. Þá má einnig panta létta rétti af Lava og njóta þeirra í Betri stofunni. Í Lækningalind er boðið upp á gistingu í fallega hönnuðum herbergjum, hvert herbergi er með litla verönd og útsýni út á hraunbreiðuna sem er svo einkennandi fyrir svæðið.

www.bluelagoon.com

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga