Greinasafni: Veitingar
Salthúsið meira en aðeins veitingastaður
Hlýleg stemning í Salthúsinu„Í raun má segja að Salthúsið sé miklu meira en aðeins veitingastaður“ segir Þorlákur Guðmundsson eigandi Salthússins. „Þetta er einnig einn helsti samkomustaður Grindvíkinga, enda einhver stærstu salarkynni bæjarins. Hér eru haldnir tónleikar og dansleikir sem og viðburðir á borð við árshátíðir, brúðkaup og fermingar.“ 

„Við bjóðum upp á alhliða eldhús, allt frá súpu og brauði til nautasteika. Þar á milli er hægt að fá eitthvað af grillinu, dýrindis humar og svo að sjálfsögðu saltfiskinn okkar,“ segir Þorlákur. Grindavík er, eins og alþjóð veit, þekkt fiskipláss sem býður bæði upp á ferskt fiskmeti sem og langa saltfiskhefð. 

Alls 200 manns geta setið til borðs í þremur sölum á tveimur hæðum í Salthúsinu. „Staðurinn er þannig kjörinn bæði fyrir gesti og gangandi sem eru að ferðast um Suðurnesin. Við erum alltaf með dúkað í A La Carté salnum okkar til þess að fullvíst sé að gestir okkar njóti bæði málsverðs síns og hlýlegs umhverfisins.
„En Salthúsið hentar einnig vel alls kyns hópum, hinir tveir salirnir taka 100 manns og svo 70 manns þannig að stærðarinnar hópar geta setið að borðhaldi hjá okkur. Fólk getur valið um alls kyns hópmatseðla, hvort sem um ræðir kaffihlaðborð, hamborgara, fisk eða hvað sem er,” segir Þorlákur.

Salthúsið er vinsæll samkomustaður bæjarbúa, enda títt tónleikahald sem og dansleikir haldnir þar á bæ. „Auk þess má nefna að í hvert sinn sem Grindvíkingar eiga heimaleik í fótboltanum, býð ég upp á súpu og brauð á 600 krónur, svo að fólk kemur saman hér fyrir leikinn,” segir Þorlákur. „Þar að auki er ég með tvo stærðarinnar skjávarpa, þannig að bæði er hægt að hafa fundarhald hér sem og horfa á alls kyns íþróttaleiki í sjónvarpinu.

„Við reynum að skapa hlýlega stemningu fyrir gesti okkar með góðum og fjölbreyttum matseðli. Hvort sem þeir hafa í huga notalega fjölskyldustund saman eða skemmta sér með hópi vinnufélaga og jafnvel skella sér á dansleik eða tónleika á eftir, segir Þorlákur að lokum. 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.salthusid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga