Greinasafni: Hestar einnig undir: Hótel og gisting
Arctic Horses - Hestaferð um Reykjanesið
Hestaferð um Reykjanesið með Arctic HorsesVilji maður upplifa Reykjanesið á lifandi hátt er tilvalið að skella sér á bak. Þess er nú góður kostur í Grindavík með hestafyrirtækinu Arctic Horses sem bæði fer daglega í hinn svokallaða Vita-reiðtúr sem og sérsniðnar hestaferðir handa þér að eigin vild. Vilji maður dvelja örlítið lengur í Grindavík býður þetta ágæta fjölskyldufyrirtæki einnig upp á Arctic B and B, notalega heimagistingu með morgunmat.

Arctic Horses og Arctic B and B eru ört vaxandi fjölskyldufyrirtæki rekin af þeim Helga, Sunnevu og Sigurbjörgu. Hestaleigan hóf starfsemi sína árið 2006 en hefur aukið mjög starfsemi sína í ár með fleiri hestum. Gistiheimilið er hins vegar glænýr möguleiki.
„Hægt er að fara tvisvar á dag í sumar í Vita-reiðtúrinn, kl 11.30 og 15.30. Ferðin varir í einn og hálfan tíma og er farið sunnan með nesinu frá Grindavík en það svæði býr yfir mikilli náttúrufegurð,“ segir Helgi Einar einn eiganda Arctic Horses. „Að sjálfsögðu er farið í gegnum þessar kyngimögnuðu mosagrónu hraunbreiður, auk þess sem maður sér álengdar gamlar húsarústir og til Eldeyjar sem er stórbrotin sjón. Brimið minnir á sig sem og þær náttúruhamfarir sem það hefur valdið í formi skipabrota.“ 

„Einnig stendur til að bjóða upp á reiðtúra í Bláa Lónið,“ segir Helgi Einar. Sú ferð myndi einnig vara í einn og hálfan tíma,“ segir Helgi Einar sem bendir á að Bláa Lónið eftir góðan reiðtúr sé hin fullkomna blanda. 

Einnig er hægt að sérsníða reiðtúra um Reykjanesið eftir eigin höfði og fara til að mynda til Krýsuvíkur sem er 4-5 tíma túr samkvæmt Helga Einari. „Það getur verið afar spennandi kostur fyrir fjölskylduna. Síðan stendur til að bjóða fólki upp á hringferð um Reykjanesið þegar þar til gerður vegur er tilbúinn. Það myndi vera 1-2 daga ferð þar sem maður sæi Valahnjúk, færi yfir brúna yfir heimsálfurnar, heimsækti Eldvörpin og endaði síða í Bláa Lóninu,“ segir Helgi Einar.

Arctic fyrirtækin tvö eru staðsett alveg við tjaldsvæðið í Grindavík, til mikillar hægðarauka fyrir þá hestaáhugamenn sem dvelja á tjaldsvæðinu. En vilji maður meiri þægindi en tjald býður Arctic B and B einnig upp á 16 uppábúin rúm í formi 1-3 manna herbergja auk þess sem morgunmatur er innifalinn í verðinu.
Hestaferð um Reykjanesið er kærkomin leið til þess að kynnast þessu kyngimagnaða svæði. Ekki myndi skemma fyrir slíkri upplifun að hafa kost á þægilegri gistingu til að halla sér eftir hressilegan túr og vera í svo góðu nábýli við Bláa Lónið. 

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi heimasíðum: www.arctichorses.com - www.arcticbandb.com og í síma: 696-1919 
Ride@ArcticHorses.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga