Greinasafni: Afþreying
Ferðafélag Íslands - Fjallamennska fyrir fólkið


Hyggist maður fara á fjöll í sumar, vilji maður kynna sér nánar óbyggðir landsins sem og byggðir þess, hlýtur Ferðafélag Íslands að vera kjörinn vettvangur til slíkrar iðkunar. Ekki einungis búa félagsmenn þess yfir meira en 80 ára reynslu af ferðalögum um landið heldur býður það einnig upp á fjölbreytt úrval af ferðum og námskeiðum sem og aðgengi að skálum á einhverjum fallegustu stöðum landsins.
 

Rótgróið ferðafélag 
Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og hefur frá upphafi haft þann tilgang að greiða leið fólks um landið og þannig stuðla að og hvetja til frekari ferðalaga um landið. Um það leyti sem félagið var stofnað var vakning að hefjast hvað varðar fegurð náttúrunnar í sjálfri sér, ekki aðeins með tilliti til nytsemi hennar. Þar af leiðandi óx áhugi á óbyggðum landsins og hefur farið sífellt vaxandi, meðal annars vegna dyggrar þátttöku Ferðafélagsins. Auk þess hefur ávallt vakað fyrir félaginu að efla vitund ferðalanga um nauðsynlega varfærni úti í náttúrunni, bæði út frá hag ferðamannsins sem og náttúrunnar.
Margir kannast eflaust við ársrit Ferðafélags Íslands sem fylla heilu hillurnar á bókasöfnum landsins, svo umfangsmikil eru þau. Þar er án efa að finna einhverjar viðamestu upplýsingar um landið sjálft sem hægt er að komast í. Nú í júní kemur út ársrit þessa árs og er þemað Friðland að fjallabaki. Sé maður félagi í Ferðafélagi Íslands fær maður þessa ágætu árbók sem og félagsskírteini sem veitir afslátt í skála og ferðir félagsins sem og afslætti í útivistarverslunum. Árgjaldið í Ferðafélagið er 5800 krónur.

Ferðafélag Íslands hefur þar að auki 9 sjálfstæðar deildir fyrir hina mismunandi hluta Íslands. Reka þessir deildir einnig skála og standa fyrir hinni ýmsu ferða- og útgáfustarfsemi. 

Fjölbreytt úrval ferða 
Á hverju ári er farið í ótal margar ferðir á vegum Ferðafélags Íslands. Geta þessar ferðir verið afar ólíkar að stærð og gerð, allt frá dagsferð upp á Esjuna til 10 daga göngu um Hornstrandir. Þess á milli er hægt að finna jógaferðir og fjölskylduferðir svo eitthvað sé nefnt. Sumar þessara ferða eru farnar aðeins einu sinni á ári en í aðrar er farið oftar.
Sumarsólstöðuganga á Snæfellsnesi er ágætt dæmi um einstaka ferð sem er farin í þeim tilgangi að njóta sólarinnar á miðnætti á tindi Snæfellsjökuls þann 18. júní. Þessi ferð er afar vinsæl, ávallt um 100 manns sem kemur saman á toppinum á þessum bjartasta tíma ársins. Önnur áhugaverð ferð, farin þann x er Fegurð friðlands að fjallabaki þar sem skoðað er það svæði sem fjallað er um í næstu árbók.

Geta þessar ferðir verið afar ólíkar að stærð og gerð, allt frá dagsferð upp á Esjuna til 10 daga göngu um Hornstrandir. Þess á milli er hægt að finna jógaferðir og fjölskylduferðir svo eitthvað sé nefnt.
Hinar margvíslegustu ferðir eru farnar á Hornstrandir á hverju ári, enda njóta þessar eyðistrandir stöðugra vinsælda meðal ferðafólks. Í ár geta unglingar skoðað þetta ágæta landsvæði í tveimur ólíkum ferðum: Nokkrir dagar án Facebook!, í júlí og Unglingar á ferð og flugi, sem á sér stað um verslunarmannahelgina.
Gott dæmi um ferðir sem eru farnar nokkrum sinnum á sumri Ferðafélag Íslands - Fjal lamennska fyrir fólkið er María María, fjölskylduferð í Þórsmörk. Skáli Ferðafélagsins í Þórsmörk er stæðilegur, rúmar 75 manns og stendur á sannkölluðum sælureit á þessum gróðursæla stað sem Þórsmörkin er. Meginmarkmið Maríuferðarinnar er að endurvekja þá fjölskyldustemningu þegar allir koma saman í kringum varðeldinn, syngja lög á borð við Þórsmerkurljóð og njóta þess að vera án rándýrra fellihýsa á erlendum lánum. 

Auk fjöldans alls af ferðum býður Ferðafélagið upp á ýmis námskeið í fjallamennsku. Margt þarf að athuga áður en haldið er upp á fjöll með allt sem þarf á bakinu, það getur reynst eilítið slungið að bera eins lítinn þunga og hægt er, en hafa samt allar nauðsynjar meðferðis. Ferðafélagið býður upp á almenn ferðanámskeið sem og sérhæfðari námskeið á borð við GPS námskeið og fjallaskíðagöngu. 

Skálar út um allt land 
Ef fólk kýs að fara í göngur á eigin vegum en sleppa tjaldinu eru hinir ýmsu skálar hálendisins góður kostur. Ferðafélag Íslands sem og undirfélög þess reka skála út um allt land, alls 34 skála. Hægt er að panta pláss annað hvort í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Það byrjar þó snemma að fyllast í skálana, sérstaklega þá á fjölfarnari leiðum eins og Laugaveginum.

Gisting í skála er kannski enginn lúxus í hefðbundnum skilningi þess orðs, enda ferðast maður eflaust eigi um óbyggðir Íslands sæki maður í slíkt. Umgengnisreglur eru mikilvægar í skálanum til þess að sambúðin við aðra ferðalanga gangi snuðrulaust fyrir sig.

Ef fólk kýs að fara í göngur á eigin vegum en sleppa tjaldinu eru hinir ýmsu skálar hálendisins góður kostur. Ferðafélag Íslands sem og undirfélög þess reka skála út um allt land, alls 34 skála. Hægt er að panta pláss annað hvort í gegnum tölvupóst eða símleiðis

Að búa sér náttstað í skála býður upp á samskipti við aðra ferðalanga sem bjóðast vart hvergi annars staðar. Að deila litlu en notalegu rými með fólki sem maður er í þann mund að kynnast, sem og að sumu leyti takmörkuðum þægindum, skapar oftar en ekki samkennd meðal ferðamanna sem endar kannski í góðri en óvæntri kvöldvöku fullri af sögum og söngvum. 

Skálarnir eru misjafnir að stærð eins og vera ber eftir misvinsælum leiðum; skálarnir í Landmannalaugum og Þórsmörk taka 75 manns í svefnpláss á meðan þeir minnstu taka um 10 manns. Í stærri skálunum hittir maður ennfremur fyrir landverði sem búa yfir fróðleik um svæðið sem liggur framundan. 

Nánari upplýsingar um Ferðafélag Íslands og undirfélög þess má finna á www.Fi.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga