Greinasafni: Afþreying einnig undir: Söfn
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í ReykholtiReykholt í Borgarfirði er einn merkasti sögustaður landsins, ekki síst vegna þeirra menningarminja, sem tengjast búsetu Snorra Sturlusonar á staðnum á frá árinu 1206 og þar til hann var drepinn af óvínum sínum 23. september 1241.

 

Mikill fjöldi fólks heimsækir Reykholt árlega. Stóra aðdráttaraflið eru afar merkar fornminjar, m.a. Snorralaug, forn göng og miðaldasmiðja. Gamla kirkjan í Reykholti (vígð 1887) er nú hluti af húsasafni Þjóðminjasafns og sér ferðamóttaka Snorrastofu um að kynna hana fyrir gestum og gangandi. Þá býður Snorrastofa upp á sýningar um Snorra og sögu staðarins í safnaðarsal Reykholtskirkju. Í Snorrastofu er síðan öflug bóka- og minjagripaverslun, sem vakið hefur athygli fyrir vandað vöruval. 

  

Stöðugt vaxandi starfsemi Snorrastofu, hin árlega Reykholtshátíð og tónleikahald allt árið í kirkjunni hafa vakið athygli á Reykholti. Þá býður Fosshótel Reykholt í samvinnu við Snorrastofu upp á aðstöðu fyrir hvers kyns samkomur, fundi og ráðstefnur. Í húsnæði Snorrastofu, sem formlega var tekið til notkunar þann 29. júlí 2000, er síðan góð les- og vinnuaðstaða, rannsóknarbókasafn, almenningsbókasafn og aðstaða fyrir minni fundi.
Unnið er af fullum krafti að því að efla Reykholt enn frekar. Stoðum er rennt undir einstaka þætti, auk þess sem staðnum eru lögð til ný verkefni. Sem dæmi má nefna að búið er að efla öll útsvæði og með samvinnu nokkurra aðila hefur tekist að byggja upp fallegan skóg á staðnum, þannig að Reykholt er orðinn kjörinn staður fyrir útivist. Sá mikli áhugi sem að undanförnu hefur verið, bæði hjá Íslendingum og erlendum gestum okkar, á að heimsækja Reykholt og jafnvel dvelja á staðnum vegna rannsókna eða funda er einungis upphafið að því sem koma skal.

Stöðugt vaxandi starfsemi Snorrastofu, hin árlega Reykholtshátíð og tónleikahald allt árið í kirkjunni hafa vakið athygli á Reykholti. 
Snorrastofa er rannsóknastofnun í miðaldafræðum, sem komið hefur verið á fót til minningar um Snorra Sturluson. Stofnuninni er ætlað að sinna og stuðla að rannsóknum og kynningu á miðaldafræðum og sögu Reykholts. Húsnæði stofnunarinnar er við hlið hinnar nýju kirkju í Reykholti, en þar eru skrifstofur stofnunarinnar, gott bókasafn, gestaíbúð fyrir fræðimenn og rithöfunda og vinnuaðstaða fyrir fræðastörf. Á vegum Snorrastofu eru haldin námskeið, ráðstefnur og fundir og settar upp sýningar er tengjast þessum viðfangsefnum. Meðal annars er stuðlað að fjölþjóðlegum og þverfaglegum rannsóknum er tengjast Íslandi, og þá ekki síst hvað varðar Snorra Sturluson. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu. Ferðamóttakan hefur aðstöðu í tengibyggingu kirkjunnar og Snorrastofu, en þar er seldur aðgangur að sýningum, rekin minjagripaverslun og veitt ýmis þjónusta við ferðamenn. Snorrastofa gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu Reykholts, en með stuðningi og í samvinnu við fjölmarga aðila er henni ætlað að beita sér fyrir viðgangi Reykholts sem menningar- og miðaldaseturs.  

 
 

Snorrrastofa

320  Reykholt 

Sími 433 8000

snorrastofa@snorrastofa.is

www.snorrastofa.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga