Greinasafni: Veitingar
Skapaðu minningar með Vina Maipo...


Vínin frá Vina Maipo hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi síðustu ár og verið með söluhæstu vínum í verslunum Vínbúðanna í gegnum árin. Það má segja með vissu að vínin hafi vakið verðskuldaða athygli fyrir gæði og gott verð.

Vínin frá Vina Maipo eru tilvalin, til dæmis í sumarbústaðinn og ferðalagið og auðvitað með grillmatnum, enda á einstaklega hagstæðu verði. 

Vina Maipo Chardonnay 
Einstaklega ferskt vín í góðu jafnvægi búið til úr vínþrúgunni Chardonnay. Fallega ljósgult á lit. Létt og mjúk fylling, þurrt og ferskt með léttgrösugum ávaxtakeim sem endar í ljúfu eftirbragði. Epli og suðrænir ávextir einkenna þetta góða vín sem er mjög gott eitt og sér sem frískandi fordrykkur og með léttum réttum. Verð í Vínbúðunum 5.490 krónur. 

Vina Maipo Cabernet Sauvignon 
Ferskt og frekar létt og þurrt vín með fíngerðri ávaxtasætu og léttum eikarkeim. Vínið er búið til úr vínþrúgunum Cabernet Sauvignon (85%) og Merlot (15%). Bragðið einkennist af plómum, brómberjum og vanillu. Þetta er frábært rauðvín og passar einstaklega vel með grilluðu lambakjöti. Verð í Vínbúðunum 5.490 krónur. 

Vina Maipo Sauvignon Blanc / Chardonnay
 
Einstaklega ferskt vín búið til úr vínþrúgunum Sauvignon Blanc (85%) og Chardonnay (15%). Fallega ljóssítrónugult á lit með grænum tónum. Létt fylling, þurrt og ferskt með keim af sítrónu, melónu og peru. Þetta er hið fullkomna sumarvín, gott eitt og sér sem fordrykkur og passar mjög vel með sjáfarfangi og léttum grænmetisréttum. Verð í Vínbúðunum 1.390 kr.

 

Vina Maipo Chardonnay 
er þurrt og ferskt með 
léttgrösugum ávaxtakeim 
sem endar í ljúfu eftirbragði.

Vina Maipo Cabernet
Sauvignon einkennist 
af plómum, 
brómberjum og vanillu.

Vina Maipo Sauvignon
Blanc / Chardonnay er 
hið fullkomna sumarvín 
og passar vel með 
sjáfarfangi og léttum grænmetisréttum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga