Sumaruppskriftir frá Humarhúsinu


Í uppskriftunum sem hér fylgja er ferskleikinn í fyrirrúmi. Hráefnið er íslenskt. Upplagt á grillið. Verði ykkur að góðu. 

Grilluð Bleikja með Skessujurt, humarhölum og krækiberjasalati. 

Bleikja er tekin í heilu, helst ný veidd úr nálægum vötnum eða ám. 

Tekið er innan úr fiskinum, skornar renndur í roðið alveg inn að beini og fiskurinn saltaður og pipraður vel. Skessujurtin er gróf söxuð og henni makað á fiskinn innan sem utan. Þetta er sett í álpappír og grillað 4 - 8 mín á hvorri hlið eftir stærð fisksins. 

Humarinn er klipptur með skærum upp i skelina, penslaður með hvítlauksolíu og grillaður á kjöthliðinni í 1-2 mín. 

Ferskt salat að eigin vali er borið fram með fiskinum. 

Krækiberja dressing í salatið 
0,5 dl krækiber 
1 msk edik 
2 msk sykur 
3 msk vatn 
Öllu blandað saman sett í salatið rétt fyrir framleiðslu. 

Eyjafjalla MOJITO 
10 stk bláber 
1 cl íslenskt brennivín 
3 cl Reyka vodka 
½ lime 

2 msk hrásykur 
íslenskt blóðberg 
Mulin ís 
Fyllt upp með Sprite 

Marið í glas og drukkið með bros á vör.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga