Greinasafni: Austurland einnig undir: Hótel og gisting
Fjallakaffi Þjóðlegt góðgæti á fjöllumFerðaþjónustan Fjalladýrð í Möðrudal á fjöllum rekur hið margrómaða Fjallakaffi. Byggðin þarna er eins og vin í eyðimörkinni og margir þyrstir og svangir ferðalangar geta sest niður í Fjallakaffi og fengið sér ýmiskonar íslenskar kræsingar

Fjallakaffi er í snotrum burstabæ og þar hefur alltaf verið lögð áhersla á að bjóða uppá þjóðlegt góðgæti. Kraftmikla kjötsúpan þeirra er orðin heimsfræg en einnig er hægt að fá kleinur, ástarpunga, hangikjöt, lamb, fjallableikju , fjallagrasamjólk, rababaraböku að ógleymdri hinni ævintýralegu sláturtertu. Í Fjallakaffi er auk þess að finna fjölbreytt og vandað handverk úr íslensku ullinni, þar sem fáir munir eiga sér hliðstæðu. 

Gistiaðstaðan í Möðrudal er í rómantískum baðstofum í gamla stílnum. Tjaldstæðið á svæðinu er búið helstu þægindum en þar er til staðar rafmagn, sturtu- og eldunaraðstaða. Það má til gamans geta þess að fólk sem fær sér benín á bílinn á staðnum dælir á bílinn í torfbæ. 

Kraftmikla kjötsúpan þeirra er orðin heimsfræg en einnig er hægt að fá kleinur, ástarpunga, hangikjöt, lamb, fjallableikju , fjallagrasamjólk, rababaraböku að ógleymdri hinni ævintýralegu sláturtertu.

„Tölt á þrjá tinda“
Ferðaþjónustan Fjalladýrð býður uppá dagsferðir inná hálendið og má þar helst nefna í Öskju, Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll. „Tölt á þrjá tinda“ er gönguleið sem gönguglaðir líta hýru auga til en þá er fyrst gengið á Snæfell, síðan Kverkfjöll og að lokum á Hreiðubreið. Ferðin tekur fjóra daga og er einn dagur notaður til að njóta Öskjusvæðisins. Í sumar verður farið í Herðubreiðargöngur og Kverkfjallagöngur alla laugardaga. 

Nánari upplýsingar á staðnum.
www.fjalladyrd.is
fjalladyrd@fjalladyrd.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga