Iðntré Vinna við byggingar í ferðaþjónustu


Smíðafyrirtækið Iðntré hefur meðfram öðru tekið að sér viðhald og innréttingar á alls um 30 hótelum og gistiheimilum. Iðntré hefur víða komið við hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu og einnig tekið að sér smíði inntréttinga fyrir veitingahús.


Það er mjög skemmtileg og gefandi vinna að taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Ísland,“ segir Hermann Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iðntré.

Auk þess að vinna við byggingar í ferðaþjónustu tekur fyrirtækið að sér flest þau smíðaverkefni sem viðskiptavinir koma með inn á borð til starfsmannanna. Iðntré var stofnað árið 2002 en allir starfsmennirnir störfuðu áður hjá Ingvari og Gylfa. „Hér starfa einungis fínir fagmenn sem geta smíðað allt á milli himins og jarðar. Við sérsmíðum líka húsgögn.“ Hermann segir að þrátt fyrir kreppu hafi verið heilmikið að gera hjá fyrirtækinu en alltaf sé hægt að bæta við verkefnum.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga