Greinasafni: Sveitarfélög
Allt orðið vel grænt undir Eyjafjallajökli

Það hefur varla farið framhjá nokkrum hér á landi að eldgos hefur staði yfir í Eyjafjallajökli. Nú, nokkrum vikum eftir að gosið var sem stærst rýkur enn eilítið úr katlinum en öskufall er með öllu búið og sveitirnar í kring orðnar iðjagrænar. Í Rangárþingri eystra, heimasveit Eyjafjallajökuls má finna margar sígildar sem og óvæntar náttúruperlur sem geta komið hverjum sem er á óvart, hversu vel sem maður telur sig þekkja Suðurland.

„Í raun er magnað að upplifa svæðið í dag, svona rétt eftir gosið,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir kynningastjóri Rangárþings eystra. „Það er reyndar kannski ekki hægt að segja að gosinu sé lokið, vísindamenn segja að nú sé Eyjafjallajökull eins og nokkurs konar háhitasvæði, það er hiti í honum og gufubólstrar svo ekki er hægt að setja goslok á jökulinn.“

Vissir þú að notaðir voru yfir 1,5 milljón lítrar af vatni við hreinsunarstörf undir Eyjafjöllum.

Vissir þú að eitt stærsta spóavarp í Evrópu er á Markarfljótsaurum. 

Vissir þú að Drumbabót eru minjar eftir stórt hamfarahlaup
 

Vissir þú að það eru til sögur um skrímsli í skötulíki í Margir af Markarfljóti.

„Við höfum orðið svolítið vör við að fólki haldi enn að allt sé grátt hérna, enda búið að sjá ótalmargar myndir af öskufallinu, af gráu mistri yfir öllu. En raunin er aldeilis önnur, hér er allt orðið vel grænt og maður þarf að skoða grassvörðinn vel til þess að sjá öskuna. Raunar hafa sumir orðið vonsviknir að upplifa ekki öskugrámann en jökullinn minnir á sig með gufubólstrunum,“ segir Þuríður. 

Upplýsingamiðstöðinn á Hvolsvelli var stækkuð til muna í kjölfar gossins og færð í félagsheimili staðarins Hvol. „Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar bæði um svæðið og gosið, í raun erum við að safna öllum mögulegum upplýsingum um gosið sem og allar þær aðgerðir sem í kringum það var,“ segir Þuríður. 

„Í júlí mun verða sett upp eins konar sýning um gosið, sem kemur upplýsingum á framfæri til ferðalanga á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þannig getur fólk skoðað núna, rétt eftir að þetta allt gerðist hvernig gosið var, hver undanfarinn var og svo framvegis.“

Að auki verður ljósmyndasýning undir berum himni opnuð núna í lok júní á Hvolsvelli. Þar verður hægt að sjá nokkrar myndir frá gosinu en þó einna helst af mannlífi og náttúru svæðisins sem ekki liggur svo opið við þegar keyrt er í gegnum sveitafélagið. 

Þórsmörk og Fimmvörðuháls hafa eðlilega verið áberandi í umræðunni í kjölfar gossins enda einhverjir mest sóttu ferðamannastaðir landsins. „Þórsmörk er víst vel orðin græn, þrátt fyrir allt öskufallið sem dundi yfir hana, öskuna er mest að sjá á aurunum, en ekki eins á vinsælum áningastöðum eins og Húsadal, Langadal og Básum,“ segir Þuríður. „Þar er byrjað að slá tjaldstæðin og allt tilbúið fyrir sumarið.„ 

Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Rangárþingi eystra, allt frá jarðfræðilegum náttúruundrum sem eldgosið hefur vakið mikla athygli á, til söguslóða Njáls sögu þar sem Gunnar á Hlíðarenda féll í bardaga í staðinn fyrir að gerast útlagi

„Vegurinn inn í Þórsmörk var lagaður eftir flóðin og er raunar orðinn mun mýkri en hann var vegna allar öskunnar, og svo má einnig segja um marga aðra vegaslóða á svæðinu, askan hafði þó einnig einhver jákvæð áhrif,“ segir Þuríður. „Hamrafjarðarheiði og Skógaheiði verða þó ekki opnaðar í sumar vegna náttúruverndar þar sem þeir eru illfærir vegna snjó- og öskulaga. Aðrir hálendisslóðar á svæðinu eru opnir vel búnum ökutækjum en vissara er að leita upplýsinga um færð áður en haldið er af stað, þar sem breyttar aðstæður á svæðinu hafa leitt til breyttra áhersla á sumum slóðum. 

Á Fimmvörðuhálsi hafa myndast ný fjöll sem hafa fengið nöfnin Magni og Móði. En það munu hafa verið nöfn sona goðsins Þórs, sem Þórsmörkin dregur nafn sitt af.. Einnig hefur myndast nýtt hraun að nafni Goðahraun. Gönguleiðin hefur því eðlilega breyst og segir Þuríður hana færa vel göngufæru fólki en undirbúningur sé mikilvægur áður en lagt sé af stað á hálsinn, þar sem þykkt öskulag liggi yfir stórum hluta leiðarinnar yfir Skógaheiði. Auk þess sé ávallt kjörið að fara upp að nýju fjöllunum með þeim ferðafélögum sem hafa aðsetur í Þórsmörk og bjóða upp á slíkar ferðir undir leiðsögn staðkunnugra. 

Margir af þekktustu ferðamannastöðum landsins eru í Allt orðið vel grænt undir Eyjafjallajökli Rangárþingi eystra, allt frá jarðfræðilegum náttúruundrum sem eldgosið hefur vakið mikla athygli á, til söguslóða Njáls sögu þar sem Gunnar á Hlíðarenda féll í bardaga í staðinn fyrir að gerast útlagi og þurfa að yfirgefa land. Þess á milli má finna þekktar náttúruperlur eins og Skógafoss og Seljalandsfoss. 

Fyrir utan hinar þjóðþekktu perlur eru einnig ótalmargir áhugaverðir og líttþekktir staðir til að skoða. Ótalmarga fossa er þar að finna sem og fjöldan allan af hellum, sem sumum hverjum hefur verið breytt í útihús. 

„Maður verður kannski svolítið var við að það eru margir sem telja sig þekkja Suðurland, eftir að hafa keyrt hér oft í gegn og farið á Gullfoss og Geysi og þessa fallegu staði. En ég get vottað fyrir það að suðurlandið kemur manni sífellt á óvart með nýjum fossum og fjöllum sem vert er að kynna sér á hverju svæði fyrir sig. 

Hún bendir einnig á að vilji maður fá gott útsýni yfir jökulinn og sjá afleiðingar flóðsins sé sniðugt að fara upp Þórólfsfell. Þegar skyggnið er gott sést vel til jökulsins. Þar að auki sé þar að finna áhugaverðan helli, Mögugilshelli sem sé afar sérstakur blágrýtisdropahellir. 

„Að fara um þetta svæði núna er merkilegt að því leyti að þú ert að upplifa söguna á meðan hún er að gerast, sögu sem áður hefur bara verið til í sögubókunum,“ segir Þuríður. Það er enn líf í katlinum, maður sér gufustrókinn, og ummerki gossins á sjálfum jöklinum. Þú ert að upplifa náttúruna á allt annan hátt en þú hefur annars tækifæri á,“ segir Þuríður að lokum.

Um Eyjafjallajðkull
Eyjafjallajökull (ˈei:jaˌfjatlaˌjœ:kʏtl̥) er fimmti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, um 1.666 m hár. Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga