Sumarið er ístíminn
Þegar sólin skín, streymir landinn í ísbúðina til að kaupa sér eitthvað kalt og svalandi. Ísinn hressir og kætir í sumarhitanum.
Ísvertíðin lítur vel út í sumar, að mati Valdimars Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra Kjöríss. Íssalan fylgir sólinni og Valdimar er sannfærður um að sumarið verði gott og það verði sólríkt og hlýtt í sumar, að minnsta kosti einhvers staðar á landinu. Og þá stóreykst íssalan hjá Kjörís. 

Nokkuð jöfn neysla er á dolluís og heimilispakkningum, yfir árið en salan á sumarvörunum, til dæmis vélarísnum og öllu sem honum tengist, stóreykst yfir sumarið. Einnig sala á frostpinnum og sömuleiðis sala í ísbúðum. 

Við vinnum í vöruþróun allt árið og komum alltaf með einhverjar nýjungar á sumrin.“ 

„Ástæðan er sólin og hitinn. Fólk vill kæla sig niður og gleðja,“ segir Valdimar.

Undanfarið hefur Kjörís verið að markaðssetja skyrís í samvinnu við Latabæ. Skyrísinn er nýjung, barnvænn ís sem er hollari fyrir börnin en hefðbundinn ís. 

Skyrísinn vinsæll 
„Það er 25 prósent skyr í honum og því minni sykur og ekkert súkkulaði. Hann mælist mjög vel fyrir það sem af er og er vinsæll, bæði hjá yngstu kynslóðinni og ekki síður hjá mæðrunum. Þær velja skyrísinn fyrir börnin og borða hann svo gjarnan sjálfar sýnist mér,“ segir Valdimar. 

Kjörís er með ýmsar nýjungar á döfinni. Nýr hlunkur, frostpinni með kirsuberjabragði, er kominn á markað og svo er væntanlegur nýr toppur, tiramisu toppís. „Við vinnum í vöruþróun allt árið og komum alltaf með einhverjar nýjungar á sumrin.“ 

Íslendingar eru ísfólk 
Íslendingar borða talsvert mikið af ís og Íslendingar sækja ísfyrirmyndir sínar frekar til Bandaríkjanna en Evrópu og velja gjarnan ís með súkkulaði, karamellu og lakkrís, fram yfir klakaís og frostpinna með berjabragði. Vélarís er ekki jafn algengur á meginlandi Evrópu og hér. 

„Á ferðamannastöðum hér á landi sjáum við líka að kúluís úr borði er vinsælli en vélarísinn meðal túrista.“ Kjörís dreifir út um allt land. „Við teljum okkur vera með góða sölustaði í öllum landshornum,“ segir Valdimar. “Fólk ætti að geta fundið Kjörís og Kjörís úr vél á flestum stöðum og notið sumarsins sem við eigum í vændum.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga