Greinasafni: Söfn
Draugabarinn á Stokkseyri - heilsað upp á Brennivínsdrauginn og djáknann á Myrká

Draugasetrið á Stokkseyri býður gestum upp á að tylla sér niður á Draugabarnum, skoða Íslandskort af heimkynnum allra þekktra drauga á landinu, fá sér léttar veitingar og heilsa upp á Brennivínsdrauginn og djáknann á Myrká. Á barnum má líka heilsa uppá Kampholtsmóra en honum er daglega gefið að borða á barnum. Draugasafnið er á 1000 fermetra svæði og því margt að skoða. Boðið er upp á ýmis konar fræðslu, skemmtun og óvæntar uppákomur. 

Á jarðhæðinni á Draugasetrinu er safn um álfa, tröll og norðurljós. Þar er gengið inn í ævintýraheim álfa og trölla og íslensk náttúra skoðuð út frá öðru sjónarhorni en venja er til. Í miðju þessu 1200 fermetra svæði finnst svo Ísbarinn, þar sem hægt er að sjá Norðurljósin í vetrarbúningi. Opnunartími safnanna yfir sumartímann er frá kl. 13 til 18 á Draugasafninu og kl. 10 til 20 á Álfa-,trölla-, og norðurljósasafninu. 

Tónleikahald og töfragarður 
Í sumar er ætlunin að hefja rekstur tónleikastaðar á Stokkseyri, þar sem reglulega verður boðið upp á tónleika. Það eru tveir tónleikasalir í boði og það fer eftir stærð hljómsveita hvaða salur verður notaður hverju sinni. Annarskonar menningarviðburðir verða einnig í boði. Í Lista-og menningarverstöðinni eru vinnustofur listamanna opnar um helgar frá kl. 14 til 18 og eftir samkomulagi. 
 
Húsdýrin er hægt að kíkja á í Töfragarðinum. Þar má hitta fyrir hreindýr, refi, geitur, gæsir, hænur og grísi. Litla sæta kaffihúsið, Kaffi Sól, er í Töfragarðinum. Leiktæki eru í garðinum og þrautir fyrir alla aldurshópa. 
Á jarðhæðinni á Draugasetrinu er safn um álfa, tröll og norðurljós. Þar er gengið inn í ævintýraheim álfa og trölla og íslensk náttúra skoðuð út frá öðru sjónarhorni en venja er til

Á Stokkseyri er líka hægt að komast í kajakferðir og í hina einstöku Stokkseyrarfjöru.
www.draugasetrid.is
draugasetrid@draugasetrid.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga