Icelandic Times í fjórða sinn

Dyrhólaey, ljósmynd Tim Vollmer 

Land og saga hefur nú gefið út fjórða eintak sitt af ferðaþjónustutímaritinu Icelandic Times. Líkt og nafnið gefur til kynna er blaðið skrifað upp á enska tungu og því ætlað þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim allt árið um kring. Í blaðinu má finna yfirlit yfir fjölda þeirra tækifæra sem ferðamönnum standa til boða hér á landi, hvort sem það eru náttúruperlur Íslands, gistimöguleikar, veitingahús, skipulagðar ferðir eða önnur þjónusta. Blaðinu er einnig ætlað að kynna lesendum þess nánar fyrir landi og þjóð. Má því þar finna áhugaverðar greinar um allt frá hreindýrum að baðvenjum Íslendinga.

Annan hvern mánuð 
Blaðið mun koma út annan hvern mánuð í sumar og er blaðið aðgengilegt á flestum þeim stöðum sem ferðamenn eiga leið um, s.s. samgöngumiðstöðvum, gistiheimilum og verslunum. Einnig er blaðinu dreift á yfir 300 staði erlendis.
Issue 1 November 2009 www.icelandictimes.is
Tourism, Culture and Business
-Arnarfjörður bay
Sea Monsters and Outlaws
-The Reykjanes peninsula
A Photographer’s paradise
-Commercial Whaling
A Controversial Industry
-The Icelandic Horse
An Essential Servant
-Unique Tours
Inside the Volcano
...and many more

Vefútgáfa 
Icelandic Times er líka í netútgáfu og hafa erlendar heimsóknir vaxið stöðugt milli mánaða. Fyrsta tölublað Icelandic Times dreifðist til 150 erlenda ferðaskrifstofa og seinni tölublöðum er dreift á 300 staði um allan heim. 

Issue 3, Mai 2010 www.icelandictimes.com
Tourism, Culture and Business
-The Geology of Iceland
Land of Contrasts
-Akureyri
A Piece of Everything
-Jökuldalur
In Reindeer Country
-New Industry
Water is Life
-Herbal Supplements
Angelica – The Green Gold


Nýtt blað í júlí 
4 tbl. Icelandic Times kemur út í byrjun júlí. Blaðið verður mun efnismeira og upplagið aukið. Þeir sem hafa áhuga að kynna sig eða koma með efni í blaðið hafi samband við Elínu Björg Ragnarsdóttur markaðstjóra í síma 534- 1880 eða elin@icelandictimes.com 

Issue 2, March 2010 www.icelandictimes.is

Blaðið má einnig lesa í heild sinni á www.icelandictimes.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga