Greinasafni: Hótel og gisting
Farfuglaheimilið í Borgarnesi

Farfuglaheimilið í Borgarnesi er staðsett í gömlu bæjarskrifstofunum og hefur húsnæðið verið endurbætt og hýsir nú notalegan gististað þar sem áhersla er lögð á rólegt umhverfi og góða aðstöðu. Farfuglaheimilið er staðsett í gamla miðbænum, skammt frá Skallagrímsgarði og sundlauginni í Borgarnesi. Sundlaugin er afar vinsæl vegna góðrar aðstöðu en þar er að finna gufubað, heita pott og vatnsrennibrautir. Lítið eitt neðar í bænum er Landnámssetur Íslands. Þar er boðið uppá margskonar afþreyingu og skemmtun auk þess sem á staðnum er góður veitingastaður. Einnig er auðvelt að komast í golf, fjallgöngu, hestaleigu, fuglaskoðun, veiði og margt fleira. Næstu farfuglaheimili eru: Reykjavík 73 km, Stykkishólmur 98 km og Akranes 37 


Farfuglaheimilið í Borgarnesi

Borgarbraut 9-13
310 Borgarnes
Sími.(+354) 695 3366
borgarnes@hostel.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga