Greinasafni: Austurland einnig undir: Hótel og gisting
Farfuglaheimilið á Seyðisfirði

Seyðisfjörður er fallegur bær við samnefndan fjörð, umkringdur háum og tignarlegum fjöllum. Bærinn er vinalegur og á sér langa og merkilega sögu eins og sjá má á gömlum byggingunum sem gefa sitt sérstæða yfirbragð. Farfuglaheimilið á Seyðisfirði er í nýlega endurnýjuðu húsi nálægt höfninni. Vaskur er í öllum herbergjum. Á Seyðisfirði er sundlaug og þar er einnig safn minja tengdum raforku og rafvæðingu sem RARIK rekur og tæknisafn. Þar má fá veiðileyfi og boðið er upp á sjóstangaveiði, gönguferðir til Loðmundarfjarðar og Mjóafjarðar eða á Skálanes. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fólk fari með báti til Mjóafjarðar eða Loðmundarfjarðar og fari svo gönguferðir þar um svæðið eða gangi aftur til Seyðisfjarðar. Þeir sem áhuga hafa á menningarviðburðum ættu líka að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því að á sumrin er mikið um tónleika, myndlistarsýningar og leiksýningar á Seyðisfirði. Næstu farfuglaheimili: Berunes 110 km, Reyðarfjörður 59 km, Húsey 83 km

Farfuglaheimilið á Seyðisfirði 
Ránargata 9
710 Seyðisfjörður
Sími.354-472-1410 / 891-7010
Fax.354-4721610
seydisfjordur@hostel.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga