Greinasafni: List
Þrándur Þórarinsson

Duttlungar er fjórða einkasýning Þrándar Þórarinssonar. Hún samanstendur af olíumálverkum sem flest eru óður til Reykjavíkur og sýna borgina eins og Þrándur vill hafa hana. Í verkunum varpar Þrándur meðal annars ljósi á Ingólfsstræti, Lækjargötu, Hljómskálagarðinn, Hverfisgötu og Pósthússtræti, auk þess sem hann hefur málað útifund á Austurvelli og garðinn við listasafn Einars Jónssonar.

Sýning ber merki capriccio stefnunnar sem iðkuð var á Ítalíu á 18. öld og snerist um að skálda inn í borgarlandslag arkitektúrískum fantasíum. Einnig er á sýningunni portret sería sem Þrándur gerði sem forvinnu að útifundinum á Austurvelli og síðast en ekki síst hefur Þrándur málað sjálfan sig í gervi amtmanns!

Sýningin er opin daglega frá 12-18 og stendur til 5. september.

Skoðið nánar heimasíðu Þrándar hér


Þrándur Þórarinsson sem flotaforingi. Verk frá annari sýningu


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga