Reykjavíkurborg sækir um að verða ein af Bókmenntaborgum UNESCO.
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri, Menningar- og ferðamálasviðs afhendir borgarstjóra umsókn borgarinnar um að verða ein af Bókmenntaborgum UNESCO
  

Reykjavíkurborg hefur nú sótt um að verða ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Umsóknin var send til höfuðstöðva UNESCO í París nú í vikunni og var Jóni Gnarr, borgarstjóra, afhent umsóknin formlega í Ráðhúsinu í dag.  Borgarstjóri sagði mikil tækifæri felast í því fyrir Reykjavíkurborg að verða bókmenntaborg UNESCO og hefði allt til að bera til þess að verða verðugur fulltrúi í hópi bókmenntaborga. Vonast er til að viðbrögð við umsókninni berist innan 6 mánaða.

Gríðarleg vinna liggur að baki umsókn af þessu tagi og hefur menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar haft veg og vanda af umsóknarferlinu í nánu samstarfi við stýrihóp sem skipaður var á síðasta ári. Í honum sitja: Frá Menningar- og ferðamálasviði: Svanhildur Konráðsdóttir, formaður, Signý Pálsdóttir, skrifstofu menningarmála og Anna Torfadóttir, borgarbókavörður,  Sigurður Svavarsson ( Félagi íslenskra bókaútgefenda), Pétur Gunnarsson ( Rithöfundasambandi), Þorgerður Agla Magnúsdóttir ( Bókmenntasjóði Íslands), Rúnar Helgi Vignisson (Hugvísindasviði Háskóla Íslands) og Auður Árný Stefánsdóttir fulltrúi Menntasviðs.  Verkefnisstjórar voru: Kristín Viðarsdóttir og Auður Rán Þorgeirsdóttir.

Ef Reykjavíkurborg hlýtur titilinn, sem er varanlegur, yrði Reykjavík þar með hluti af vaxandi samstarfsneti Bókmenntaborga en þar eru nú fyrir Edinborg í Skotlandi, Iowa City í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu og Dublin á Írlandi. Markmiðið með þessu samstarfsneti er að tengja saman borgir víða um heim sem skara fram úr á sviði bókmenningar, hvetja til samvinnu á milli þeirra og styðja við áframhaldandi þróun á þessu sviði. Einnig er þeim ætlað að vera fyrirmyndir annarra borga sem sækjast eftir stuðningi við að efla eigin bókmenningu.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga