Selasigling ehf. var stofnað á Hvammstanga í mars 2010
Selasigling ehf. var stofnað á Hvammstanga í mars 2010 með selaskoðun frá sjó í huga. Keyptur var 20 tonna eikarbátur og hann gerður að farþegabát, fékk hann nafnið Brimill. Báturinn var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1973 og hefur alla tíð fengið mjög góða umhirðu. Brimill er með farþegaleyfi fyrir 30 manns.

Sumarið 2010 gekk mjög vel, farnar voru 115 ferðir í selaskoðun og í hverri ferð voru selir taldir  af starfsmanni Selasetur Íslands á Hvammstanga. Einnig var mælt hversu nálægt Brimill kæmist að selunum í látrunum. Í hverri ferð sáust frá 12 selum og upp í 95 seli. Fór það aðalega eftir sjávarstöðu hve margir selir sáust.

Við erum hluti af Wild North verkefninu og það sem snýr að okkur í verkefninu er að sérfræðingur frá Selasetri Íslands kemur með í hverja ferð og telur selir og í haust var gerð skýrsla um hvaða áhrif selaskoðun af sjó hefur á selina og kemur þar fram að áhrifin eru engin.

Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Húnaþingi vestra síðastliðið haust veitti Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi Selasiglingu verðlaun fyrir skemmtilegastu nýjungina í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Selasigling ehf
Höfðabraut 13 530 Hvammstangi
Sími 897 9900
www.sealwatching.is   selasigling@simnet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga