Hulda Hákon „SAGA ÚR FLUGINU, HRAFNAR OG VÆNTINGAR“
Hulda Hákon sýnir málaðar lágmyndir og textaverk í Slunkaríki, sem komið er í gegnumgang Edinborgarhússins. Viðfangsefnið eru sögur úr hversdagslífinu.
Flest verkanna eru frá þessu ári og er hluti þeirra unninn í Kína þar sem Hulda er með vinnustofu ásamt þremur öðrum listamönnum.
Hulda Hákon er fædd í Reykjavík 1956 og hefur starfstöðvar sínar í Reykjavik, Vestmannaeyjum og Kína. Auk myndlistarnáms á Íslandi nam hún við School of Visual Arts í New York. Hulda hefur starfað við myndlist í 24 ár og eru verk eftir hana er að finna á helstu listasöfnum á Íslandi og nokkrum listasöfnum á Norðurlöndunum. Lágmyndir eftir Huldu er að finna á einkasöfnum í Evrópu, Ameríku, Ástralíu og Asíu.

Edinborgarhúsið Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður • Sími: 456-5444 • edinborg@edinborg.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga