Pétur H. Ármannsson með sýningastjóraspjall
Sunnudag 12. júní kl. 15 verður Pétur H. Ármannsson með sýningastjóraspjall um sýninguna Hugvit. Sama dag verður vinnustofa opin fyrir fjölskylduna kl. 14.
 
Næstkomandi sunnudag kl. 15 verður sýningastjóraspjall við annan sýningarstjóra sýningarinnar Hugvit. Pétur H. Ármannsson arkitekt mun ræða við gesti um sýninguna og hugmyndir Einars Þorsteins Ásgeirssonar hönnuðar. Leitast er við að setja feril hans í samhengi við samtímann og tíðarandann útfrá verkunum á sýningunni. Sama dag kl. 14 verður opin vinnustofa fyrir fjölskylduna í tengslum við sýninguna.
 
 Á sýningunni er leitast sérstaklega við að kynna hugsuðinn og rannsakandann Einar Þorstein Ásgeirsson. En hugmyndir Einars byggja á þeirri sannfæringu hans að hugvit geti byggt betri heim sé því rétt beitt. Sýningin bregður upp mynd af því sem Einar Þorsteinn hefur tekið sér fyrir hendur á ferli sínum.  
 

Vinnustofa fyrir fjölskylduna

Í tengslum við sýninguna Hugvit verður sett upp vinnustofa fyrir fjölskylduna kl. 14. Farið verður í létta leiðsögn um sýninguna og í framhaldi af því verður vinnustofa opin. Á vinnustofunni verður unnið út frá hugmyndum Einars Þorsteins, verk hans könnuð og sköpunargleði þátttakenda virkjuð. Þar gefst kostur á að kynnast einstökum hugarheimi hans sem gefur óteljandi möguleika til túlkunar, úrvinnslu og upplifunar. Vinnustofan er opin öllum og engin aðgangseyrir.
 
 Sýningunni fylgir vegleg sýningarskrá í bókaformi sem inniheldur fróðlegt viðtal Guðmunds Odds Magnússonar við Einar Þorstein ásamt fjölda mynda. Auk þess er þar að finna texta eftir Pétur H. Ármannsson arkitekt þar sem hann fer yfir feril og hugmyndaheim Einars sem er einn framsæknasti formhönnuður þjóðarinnar. Hægt er að lesa nánar um sýninguna hér.
 
Hafnarborg er opin frá kl. 12–17 en á fimmtudögum er opið frá kl. 12-21 á kvöldin.
Lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is s. 585 5790

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga