Frökenerne Johnsen og uppfræðing kvenna
Næstkomandi þriðjudag  29. mars kl. 17  flytur Erla Hulda Halldórsdóttir fyrirlestur á Landnámssýningunni, Aðalstræti 16. Er þetta sjötti og síðasti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Minjasafns Reykjavíkur um konur í reykjavík á 19. öld.

Fyrirlesturinn nefnist Frökenerne Johnsen og uppfræðing kvenna. Rætt verður um menntun kvenna í Reykjavík á 19. öld þar sem við sögu koma amtmannsdæturnar „frökenerne Johnsen“ sem reyndu að hafa í sig og á með rekstri stúlknaskóla 1851–1853. Fjallað verður um tilraunir heldri kvenna til þess að skóla hinar lægra settu með handavinnu- og sunnudagaskólum en einnig um stórmerkilega einkakennslu fröken Ágústu Johnsen um miðjan sjöunda áratuginn þar sem hún kenndi stúlkum og konum frönsku og stóð fyrir salon-kvöldum með nemendum sínum. Menntun kvenna á 19. öld hefur verið kölluð „kynjapólitískt sprengiefni“ og var hitamál hér á Íslandi sem annars staðar.

Erla Hulda Halldórsdóttir er sagnfræðingur og hefur um árabil fengist við rannsóknar á sögu kvenna og birt niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum og erlendum vettvangi. Undanfarin ár hefur hún stundað doktorsnám við Háskóla Íslands og lagði nýverið fram doktorsritgerð sína við Sagnfræði- og heimspekideild. Ritgerðin ber titilinn Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga