Möndull Íslands Reykjanes: Allt af sumu og sumt einstakt.
Möndull Íslands
Reykjanes: Allt af sumu og sumt einstakt.


Bláa Lónið er víðfrægt fyrir sakir hita og heilsusamlegs vatnsins. Það er án efa efst á lista ferðamanna yfir þá staði sem þeir helst vilja heimsækja. Hinn tæri blámi í gráu hrauninu og gufan sem upp af lóninu rís er undraverð sjón. En þetta er aðeins eitt af fjölmörgum öðrum furðum þessa lands.
Á Reykjanesi má sjá allt það helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það væru mikil mistök að láta það fram hjá sér fara þegar landið er sótt heim. Sértu staðsettur í Reykjavík er boðið upp á fjölmargar ferðir sem opna þér undraheim Reykjaness. Ef þú vilt fylgjast með fuglalífi, hvölum eða koma á sögulega staði, máski feta á milli tveggja heimsálfa ertu á réttum stað. Hvað um golf, gönguferðir, hestaferðir, hjólaferðir eða bifhjólaferðir? Langar þig að bragða hákarl og skola honum niður með brennivíni? Hefurðu heyrt getið um skessuna við Gróf eða Gunnu, drauginn við vellandi leirhverinn?
Sumt af þessu er einstakt á Reykjanesi. Sumt er hvergi annarsstaðar að finna í heiminum. Þetta eru upplifanir sem gera Ísland einstakt og gerir heimsóknina eftirminnilega.
Flugstöðin í Keflavík er sá staður sem nær allt flug til og frá landinu hverfist um. Hún er á Reykjanesi og umkringd náttúruundrum og jarðfræði, list og menningu, skemmtunum og íþróttum, goðsögnum og sögu. Reykjanesströnd er kunn fyrir veðurfar og kraftinn í hafinu, það getur verið ládautt eina stundina enaumhverfst í heljarbál hina. Á Reykjanesi hefur óvægin náttúran hert menn frá víkingaöld og allt fram á þennan dag.
Af flugvellinum er stutt til Keflavíkur og þaðan liggja allar leiðir um Reykjanes. Til dæmis er skammt til Sandgerðis sem býður upp á Náttúrusetrið í Garði, með fallegri kirkjunni og Garðskagavita og safni og þaðan má sjá yfir varplönd fugla og ekki er langt að fara til að sjá seli og hvali. Á bak við hraunbreiðurnar sem hylja það, aðeins 3 km. Frá Bláa Lóninu er svo Grindavík, bær sem frægur er fyrir saltfisk sem svo kunnur er í suður Evrópu. Þar hefur nýverið verið opnað safn sem segir sögu saltfiskverkunar og uppi yfir því er jarðfræði skagans gerð skil í Kviku. Fyrir borgarbúa opnast nýr heimur við að ferðast um skagann. Þetta er landsvæði sem er fullt af sögu og dramatík og að engu tilbúin. Landið er ungt og heitt víðast hvar. Hvort sem um vellandi leirhveri eða hraunbreiður, gíga og misgengi er að ræða má finna allt það hér.
Í Víkingaheimum má sjá víkingaskip það sem siglt var til Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar þegar hann fann Vínland 500 árum á undan Kólumbusi.
Á Reykjanesi eru allskonar gistimöguleikar í boði, allt frá tjaldstæðum og gistiheimilum að hótelum og eru þau venjulega nálægt athyglisverðum stöðum. Fyrrverandi NATO stöð er núna frumkvöðlasetur með háskóla, nýjum fyrirtækjum sem taka til margrar nýsköpunar, heilsulind og stórt gistiheimili. Kort og upplýsingar er að finna í Upplýsingamiðstöð ferðamanna að Krossmóum 4 en að auki á hótelum, gistiheimilum og í flugstöðinni.
Ísland hefur verið kallað best geymda leyndarmál Evrópu og leynir svo sannarlega á sér. Það er ekki auðhlaupið að því að uppgötva allt það sem Reykjanes hefur upp á að bjóða, en það veitir minningar og ævintýri sem þú munt varðveita því slíkt er fágætt í þessum nútíma.

Markaðsstofa Suðurnesja
Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ.

opið alla virka daga, sími 421 3520 og 893 4096,
netfang info@visitreykjanes.is

Kristján Pálsson framkvæmdastjóri kristjan@visitreykjanes.is
Helga Ingimundardóttir helga@visitreykjanes.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga