Greinasafni: Söfn
Þórbergssetur
Þórbergssetur var opnað 1. júlí 2006 Þar er nú veitingasala, gestamóttaka, salerni, og tveir sýningasalir. Í eystri sýningarsal er ljósmyndasýning úr Suðursveit, gamlar ljósmyndir frá árunum 1930 - 1960 sem varpa ljósi á atvinnuhætti og mannlíf í Suðursveit á þeim tímum er beljandi jökulfljót hömluðu samgöngum og afkoma fólks byggði á  sjálfsþurftabúskap og sjósókn frá hafnlausri strönd. Einnig eru þar einstaka munir í sýningarstöndum, flestir tengdir Þórbergi og verkum hans. Í vestri sýningarsal er fjölbreytt sýning er tengist ævi og verkum Þórbergs Þórðarsonar, en einnig sögu þjóðarinnar á hinum ýmsu æviskeiðum skáldsins. Sýningin er sambland af fræðsluspjöldum og safni og hægt er að ganga inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um svæðið. Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson
 
Þórbergssetur er opið allt árið
Opið er  í Þórbergssetri alla daga frá kl 9:00 - 21:00  frá 1. maí - 1. október
Opnunartími Þórbergsseturs frá 1. október til 1. maí  er frá kl 12 - 17 alla daga nema mánudaga.  Ef enginn er við í Þórbergssetri má banka upp á Hala eða hringja í síma 4781073  eða  8672900 Tekið er á móti pöntunum utan hefðbundins opnunartíma.
Tímapantanir og fyrirspurnir eru í  síma  Þórbergsseturs  478 1078, eða 867 2900
netfang: thorbergssetur@simnet.is
Starfsmaður Þórbergsseturs er Þorbjörg Arnórsdóttir Hala sími 867 2900
netfang: tharn@simnet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga