Skaftafellsstofa
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Í Skaftafellsstofu er sögð saga elds og íss og hvernig hin sterku náttúruöfl hafa tekist á og mótað umgjörð svæðisins. Sagt er frá menningu sem hefur dafnað í skjóli jökulsins og lífi fólks þar sem eldgos og jökulhlaup hafa sett mark sitt á daglegt líf. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952 og fræðslumynd um Skeiðarárhlaupið árið 1996.

Í Skaftafellstofu er þjóðgarðsverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu.
SKA-Skaftafellsstofa-GOE
Afgreiðslutími Skaftafellsstofu árið 2011:

1. janúar - 28. febrúar  11 - 15
1. mars - 20. maí     9 - 16
21. maí - 15. júní     9 - 19
16. júní – 20. ágúst     8 - 21
21. ágúst - 15. september   9 - 19
16. september – 31. október     9 - 16
1. nóvember - 31. desember   11 - 15

Gestir sem koma utan afgreiðslutíma geta fundið flestar helstu upplýsingar á vefnum, m.a. um ástand gönguleiða.
Landverðir starfa í Skaftafelli yfir sumarmánuðina ásamt þjóðgarðsverði. Gestir eru hvattir til að leita upplýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins. Undir leiðsögn landvarða bjóðast gönguferðir þar sem gestum gefst kostur á að kynnast stórbrotnu landi Skaftafells og fræðast um sögu og náttúru með staðkunnugum. Gengnar eru ólíkar leiðir og ættu allir að geta fundið gönguleið við sitt hæfi.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR:
Skaftafellsstofa
785 Öræfi
Sími: 470 8300
Fax: 470 8309
skaftafell@vjp.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga